Dvöl - 01.04.1940, Page 54
132
DVÖL
að ganga sér til húðar á mölinni,
sárfættur og með gigtarflog i
lendum og baki. Guð almáttugur
myndi sannarlega hafa orðið sár-
fættur og gigtveikur líka af að
rölta hérna um mölina dag eftir
dag, eins og hann hafði nú orðið
að gera þessi tíu, endalausu ár
hérna í henni Reykjavík. Og þá
var nú svo sem ekki við miklu að
búast af honum Magnúsi gamla
Sigmundssyni, útslitnum garmi og
öreigaræfli. Nei, sei sei, nei, það
var nú síður en svo.--------
Magnús gamli sezt niður á kola-
poka og starir á Esjuna. Hann
getur ekki munað, hvenær hann
siðast hefir horft svona hátt.
Þarna er þá Hamrahlíð og þarna
Hengillinn! Himininn er svo ein-
kennilega hlákublár og grænku
slær á hnjóta og rinda. Guð minn
góður. Vorið er að koma, og þó
er dauðinn fyrir dyrum! —
Verkstjórinn kallar hryssings-
lega álengdar og kemur arkandi
í áttina til Magnúsar gamla.
„Hvaða bölvað hangs er þetta,
maður. Situr hann þá ekki gón-
andi þarna mitt í vinnutímanum.
Við höfum nú ekki brúk fyrir þess
háttar kúnstir hérna, karl minn.
Hér er bara annaðhvort eða-----“
„Já, það er víst bara annaðhvort
— lífið eða dauðinn,“ segir Magnús
gamli eins og við sjálfan sig.
„Ha — aaa? — Já, hvað ætti
það svo sem annað að vera,“ segir
verkstjórinn hálf forviða. „Það eru
nú ekki nema tvö hornin á henni
veröld. Þú þarft ekki að búast við
því ferhyrndu hérna megin heiðar,
karl minn! — Það er annars bezt,
að þú röltir heim til þín, garmur-
inn. Hér er ekkert meira að gera
í dag. Og verður víst ekki á næst-
unni heldur. Við höfum nóg fólk,
og langt fram yfir það, skal ég
segja þér.“--------
Magnús gamli er lengi að átta
sig. Lífið eða dauðinn. Og að deyja
í vorgróandanum. Hvílíkt öfug-
mæli! En það var nú samt svo.
Börnin voru fyrir löngu flogin úr
hreiðrinu. Öllsömul, átta talsins.
Þrír efnilegir synir og fimm dætur
gjafvaxta. Og fjögur þeirra voru
nú gift. Nú voru þau hingað og
þangað og höfðu nóg með sig. En
gömlu hjónin kúrðu tvö ein eftir
í kjallaraholu í Skuggahverfinu.
Hún var orðin heilsulaus aumingi,
og hann útslitinn og atvinnulaus
garmur, sem enginn vildi líta við
nema af náð. Hann var heldur ekki
orðinn maður til að troða mölina
lengur. Hann var rækilega búinn
að ganga sér til húðar, sárfættur
á sál og líkama. Mölin, bærinn og
sveitin, þessi líka þrenningin!
Þetta var nú allt líf hans og lán. —
Og nú sneri mölin við honum bak-
inu eftir trúa og dygga þjónustu
í tíu ár. Hin tvö hjúin myndu varla
taka honum opnum örmum. Það
var heldur ekki við því að búast.
Hann var nú eins og hvert annað
útslitið amboð, gagnslaust og ger-
ónýtt, — eins og útjaskað reipa-
slitur, trosnað í báða enda og