Dvöl - 01.04.1940, Page 58
136
D VÖL
Friðgeir H. Berj»
Gftir .lakob liristiiisson, iræðslumálastjóra
Sumarið 1914 fór ég vestur um
haf og settist að í smábænum
Wynyard í Saskatchewanfylki í
Canada. Bær þessi er í svonefndum
Vatnabyggðum, en þær eru ein-
hverjar fjölmennustu íslendinga-
byggðir vestan hafs.
Landar mínir reyndust mér í
hvívetna hinir beztu drengir og
gerðu sér allt far um, að mér mætti
líða sem bezt. Samt sem áður
þjáðist ég talsvert af heimþrá og
óyndi fyrsta sprettinn.
Það var einhverju sinni haustið
1914, að áliðnum degi, að ég sat
einn í herbergi mínu, eins og oft-
ar. Úti var norðan kuldastormur
og úr gluggunum blöstu við naktir
skógarlundar og eyðileg akurlönd.
Haustið settist að mér. Hugurinn
varð dapur og mig langaði heim.
Þá var skyndilega drepið á dyr
og inn kemur maður, sem ég hafði
ekki áður séð. Hann var meðal-
maöur á hæð, fríður sýnum, þykk-
ur undir hönd og þrekvaxinn
svipurinn mikill, gáfulegur, athug-
ull og nokkuð þungur; auðsjáan-
lega staðgóður drengur, sem bjó
yfir ríku skapi og gekk sínar eigin
götur. Hann kvaðst heita Friðgeir
Berg og vera nýkominn til bæjar-
ins.
Samræður hófust þegar með
okkur, og ekki hafði margt á góma
borið, áður en ísland varð efst á
baugi. Þótti mér heldur en ekki
hnossgæti að eiga tal við hann um
það. Hann vissi allt um hag þess,
og hafði hvarvetna fylgzt með mál-
um, svo að mig rak í rogastanz,
þegar hann sagði mér, að hann
hefði dvalið vestan hafs í sam-
fleytt 15 ár. Hann virtist þaul-
kunnugur skáldskap íslendinga að
fornu og nýju og kunni margt
kvæðið utan að. Og um allt voru
skoðanir hans skýrar, afdráttar-
lausar og fullar af djúpri hlýju til
ættlands og þjóðar. Þótti mér
mikils um þetta vert. En þó var
eitt, sem frá bar og mest vakti at-
hygli mína. Það var málfar
mannsins.
Þorri landa vestan hafs hefir
varðveitt íslenzku sína furöulega
vel. En ef þeir eru langdvölum
vestra eða alast þar upp, verður
tungutak þeirra og hljómblær ís-
lenzkra orða undantekningarlítið
með allsterkum enskukeim, svo
sem eðlilegt er. Ekki veit ég hvern-
ið Friðgeir Berg hefir farið að því
að sneiða hjá þessu skeri, en hitt
er víst, að málfæri hans var því
líkast, sem komið hefði hann utan
af íslandi þenna sama dag. Og
leikni hans í því, að velja hugs-
unum sínum kröftug, kjarngóð og
rammíslenzk orð, bar svo langt frá