Dvöl - 01.04.1940, Side 60

Dvöl - 01.04.1940, Side 60
138 eldrar hans voru Halldór Berg- finnur Jónsson, Bergþórssonar frá Öxará í Bárðardal, og Ingibjörg Hallgrímsdóttir frá Mið-Hvammi í Suður-Þingeyjarsýslu. Var Friðgeir yngstur barna þeirra hjóna. Þegar hann var þriggja ára, fluttust for- eldrar hans með hann í Eyjafjörð, að Ósi í Hörgárdal. Skömmu síðar fóru þau að búa að Krossastöðum og síðar að Svíra í Hörgárdal. Þar dó móðir Friðgeirs árið 1899, en árið eftir fluttust þeir feðgar til Ameríku. Þá var Friðgeir 17 ára gamall. Þegar vestur kom, settust þeir feðgar að í Norður-Dakóta. Þar gekk Friðgeir á unglingaskóla um tveggja vetra skeið og varð þá þeg- ar vel að sér í enskri tungu. Heima hafði hann ekki fengið aðra til- sögn en fárra vikna farkennslu undir fermingu. Alls dvaldi Friðgeir 16 ár vestan hafs. Var hann á ýmsum stöðum og undi allvel hag sínum. Stund- aði hann alla vinnu, sem fyrir kom, kornyrkju, gripahirðing, skógarhögg, verksmiðjuvinnu, smíðar o. fl. Dreif þá margt á daga hans. Þrettán sumur var hann í þreskingu, og stóð hún stundum yfir fram undir jól. Var það kalt verk og karlmannlegt að standa í þessu starfi, þegar komið var fram á vetur, en sofa úti í hálmstökkum um nætur í frosti og snjó, eins stundum varð að gera. Þegar Friðgeir var á fyrsta árinu yfir tvítugt, varð hann fyrir því D VÖL slysi að fótbrotna um mjóalegg á hægra fæti. Vann hann þá í sút- unarverksmiðju í smábæ einum í Bandaríkjunum. Vildi slysið þann- ig til, að hlekkjakeðja, sem gekk á tannhjóli, greip í buxnaskálm hans, er hann var að verki, en um- hyggja fyrir öryggi verkamanna ekki meiri en það, að hlífin, sem um keðjuna átti að vera, var brot- in af. Hreif keðjan fótinn inn á tannhjólið og mölbraut þar mjóa- leggsbeinið. En Friðgeir náði báð- um höndum um stoð eina og tog- aðist á um fótinn við vélina, unz keðjan slapp fram af hjólinu. Mun það eitt hafa bjargað honum, að hann er rammur að afli og bregð- ur sér lítt við líkamleg sárindi. Var það sannnefnt kraftaverk, að hann komst lífs af. Friðgeir lá mánuðum saman í meiðslinu, stundum milli heims og heljar, og leið heilt ár þangað til hann gat farið að stíga í fótinn. En árum saman var opið sár á fætinum, og gengu þar út bein- flísar öðru hvoru. Þrátt fyrir þetta gekk Friðgeir að allri vinnu eftir sem áður, og má þó nærri geta, að fóturinn bagaði hann oft illa. Stinghaltur hefir hann jafnan ver- ið síöan slysið vildi til. Eftir dauða föður síns, 1915, fór Friðgeir að hugsa til heimfarar, og vorið eftir hvarf hann heim til íslands og settist að í Eyjafirði. Nokkru síðar kvæntist hann Val- gerði Guttormsdóttur frá Ósi, Ein- arssonar, Ásmundssonar í Nesi,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.