Dvöl - 01.04.1940, Síða 60

Dvöl - 01.04.1940, Síða 60
138 eldrar hans voru Halldór Berg- finnur Jónsson, Bergþórssonar frá Öxará í Bárðardal, og Ingibjörg Hallgrímsdóttir frá Mið-Hvammi í Suður-Þingeyjarsýslu. Var Friðgeir yngstur barna þeirra hjóna. Þegar hann var þriggja ára, fluttust for- eldrar hans með hann í Eyjafjörð, að Ósi í Hörgárdal. Skömmu síðar fóru þau að búa að Krossastöðum og síðar að Svíra í Hörgárdal. Þar dó móðir Friðgeirs árið 1899, en árið eftir fluttust þeir feðgar til Ameríku. Þá var Friðgeir 17 ára gamall. Þegar vestur kom, settust þeir feðgar að í Norður-Dakóta. Þar gekk Friðgeir á unglingaskóla um tveggja vetra skeið og varð þá þeg- ar vel að sér í enskri tungu. Heima hafði hann ekki fengið aðra til- sögn en fárra vikna farkennslu undir fermingu. Alls dvaldi Friðgeir 16 ár vestan hafs. Var hann á ýmsum stöðum og undi allvel hag sínum. Stund- aði hann alla vinnu, sem fyrir kom, kornyrkju, gripahirðing, skógarhögg, verksmiðjuvinnu, smíðar o. fl. Dreif þá margt á daga hans. Þrettán sumur var hann í þreskingu, og stóð hún stundum yfir fram undir jól. Var það kalt verk og karlmannlegt að standa í þessu starfi, þegar komið var fram á vetur, en sofa úti í hálmstökkum um nætur í frosti og snjó, eins stundum varð að gera. Þegar Friðgeir var á fyrsta árinu yfir tvítugt, varð hann fyrir því D VÖL slysi að fótbrotna um mjóalegg á hægra fæti. Vann hann þá í sút- unarverksmiðju í smábæ einum í Bandaríkjunum. Vildi slysið þann- ig til, að hlekkjakeðja, sem gekk á tannhjóli, greip í buxnaskálm hans, er hann var að verki, en um- hyggja fyrir öryggi verkamanna ekki meiri en það, að hlífin, sem um keðjuna átti að vera, var brot- in af. Hreif keðjan fótinn inn á tannhjólið og mölbraut þar mjóa- leggsbeinið. En Friðgeir náði báð- um höndum um stoð eina og tog- aðist á um fótinn við vélina, unz keðjan slapp fram af hjólinu. Mun það eitt hafa bjargað honum, að hann er rammur að afli og bregð- ur sér lítt við líkamleg sárindi. Var það sannnefnt kraftaverk, að hann komst lífs af. Friðgeir lá mánuðum saman í meiðslinu, stundum milli heims og heljar, og leið heilt ár þangað til hann gat farið að stíga í fótinn. En árum saman var opið sár á fætinum, og gengu þar út bein- flísar öðru hvoru. Þrátt fyrir þetta gekk Friðgeir að allri vinnu eftir sem áður, og má þó nærri geta, að fóturinn bagaði hann oft illa. Stinghaltur hefir hann jafnan ver- ið síöan slysið vildi til. Eftir dauða föður síns, 1915, fór Friðgeir að hugsa til heimfarar, og vorið eftir hvarf hann heim til íslands og settist að í Eyjafirði. Nokkru síðar kvæntist hann Val- gerði Guttormsdóttur frá Ósi, Ein- arssonar, Ásmundssonar í Nesi,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.