Dvöl - 01.04.1940, Side 65

Dvöl - 01.04.1940, Side 65
DVÖL háa fjallstinda og um hættulega stigu. Kannske ímyndaði hún sér, að hún fengi huggun í einveru sinni, ef aðrar mæður yrðu einnig yfirgefnar. En hafi hún haft ein- hverjar slíkar hugsanir, lét hún þær aldrei í ljósi. Hún gekk um hæglátlega í sínum svörtu görm- um, með svörtu augun, svarta hör- undið, sína svörtu sorg, í þessu þorpi, sem er hvítt á veturna af snjó og hvítt á sumrin af sól. — Og hvað gerði þessi kona? Hver var hún? — Hún gerði ekkert annað en að lifa í voninni. Hún var kona, sem hafði séð son sinn leggja af stað í ljósaskiptunum snemma morg- uns. — Ég er annars hræddur um, að sagan sé svo alvanaleg, að ykk- ur finnist hún ekki einu sinni „rómantísk". Engu að síður gæti hún verið efni í gamaldags sorgar- æfintýri eða í snilldarlega smá- sögu í stíl við söguna „ísmærin" eftir Andersen. Hinir ungu fjallgöngumenn litu spyrjandi hver á annan. Læknir- inn brosti. — Þekkið þið ekki Andersen? Á mínum yngri árum og þegar þörn- in mín ólust upp, lásu menn sögur hans. Nú á dögum er ekki reynt að glæða hugmyndaflug barnanna með öðru en reyfarasögum og þess háttar auvirðilegum lestri. — Engar prédikanir, don Car- melo. — Haldið yður við efnið, don Carmelo. 143 —• Látið okkur nú heyra söguna um Svörtu mömmu. Við þurfum að fara snemma á fætur í fyrra- málið. — Áður en hún hlaut viður- nefnið Svarta mamma var hún ekkja, sem lifði óbrotnu og ham- ingjusömu lífi hjá syni sínum. Sonurinn vann í járnsmiðju, og laun hans fóru óskipt til móður- innar. Hann var trúlofaður og ætlaði von bráðar að fara að gifta sig. En skyndilega varð þorpið að miðstöð fyrir fjallgöngumenn. Fyrst að sumri til, en síðan á öll- um tímum árs — að undanteknum hinum tveimur til þremur hörðustu og verstu vetrarmánuðum, þegar snjóskaflar byrgja húsdyrnar og þegar fjöllin eru hverjum manni ófær — fylltist þorpið af alls konar ferðafólki með farseðla, sem giltu fram og til baka. Smátt og smátt fóru þvi þorpsbúar að skipta um atvinnu. Smalarnir gerðust leiðsögumenn, svo að nauðsynlegt varð að fá aðra í þeirra stað, en um leið og staðgenglar þeirra voru farnir að kynnast umhverfinu svo- lítið, yfirgáfu þeir kindahópana fyrir drykkjupeningana. Á þremur til fjórum dögum var hægt að græða meira en áður á einum mán- uði. Sonur konu þeirrar, sem síðar var kölluð Svarta mamma, fékk einnig löngun til þess að græða fé á þennan auðvelda hátt, undir beru lofti, meðal snyrtilegra ungra stúlkna og kátra ungra manna, sem voru ósparir á aurana. Það var

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.