Dvöl - 01.04.1940, Qupperneq 70
148
D VÖL
Lán og tjón, já, llf og morð,
liðug fceðir tunga,
því er vert að vanda orð
og venja hana unga.
Viff Landeyjasand.
Hrynur sjór úr hryggjum boða,
hringlar þung við strandir möl,
hvít er breidd um fjöru froða,
ferjan nemur stað á kjöl.
Land er tekið varir við.
Syngur œgir sínu lagi,
samrómaðir erum við.
Staka.
Þá er drauma þrotin stund,
þá er sjónarhringur fagur,
þá skal kasta þungum blund,
þá er runninn mikill dagur.
Stormurinn og stráið.
Dags morgni einum á,
þá álfröðull skreytti frón,
í beð ég byrgður lá.
birtist mér þaðan sjón.
Öndvert i gegn um gler
gat ég að líta meir,
einvíg í augsýn mér
ójafnir háðu tveir.
Stormur með sterkan mátt
stríðskempan önnur var,
hann fékk við heystrá átt
hamrammar sviftingar.
Hann sló og hrakti’ — en það
hristist og beygði sig —
fékk þó ei fœrt úr stað.
Furðaði þetta mig.
Eg tók til orða þá,
„Ó, hvílík dirfska Ijót;
vogar þú, veikast strá,
vindanrm krafti mót
fangbrögð að fœrast í,
fis jarðar veikt og smátt?
Lokið mun þínum því
þrótti og fjöri brátt.
En það fekk afstaðið
óvœgið kára strið;
hann þreyttist þarna við,
þaðan hann fór um síð.
En veslings stráiö stóð
stutt þar á eftir þó,
því sláttumanns eggin óð
og óvörum burt það sló.
Heystrá ég einnig er
allt eins á margan hátt.
Andviðri amar mér
á œfinnar vegum þrátt;
álíkan endi finn,
óvörum dauöinn slœr
og œfiþráð afsker minn,
Alvaldur, þú veizt nœr.
Á hestbaki.
Hestar fœlast hrynur sjás,
hringa makka og taka á rás.
Nú skulum ríða
hátt til hlíða,
handan undir þennan ás.
Fýkur reykur um götugrjót
glymja tauma stangarmót,
tindrar i eldum
köldum, á kvéldum,
klársins stórum undir fót. —
Stökur.
Sama lield ég vísna vana
veróldin sem hefir beitt,
þótt hann mínum þönkum bana
þúsund sinnum hafi veitt.
Hendingar og höfuðstafi
hangi’ ég eins og snöru við,
í tízkunni ég tolli og lafi,
— töngla á þeim forna sið.
Úr Líkafrónsrímum. -
Það er vandi að velja sér
víf í standi þrifa,
en ólánsfjandi ef illa fer
í því bandi að lifa.