Dvöl - 01.04.1940, Síða 77
DVOL
155
llöfiiiicUiriiii'
Aldous Huxley
er fæddur 26. júlí 1896. Faöir hans var
doktor í bókmenntum, en afi hans var
hinn heimsfrægi vísindamaður og líf-
eölisfræðingur, Thomas Huxley. Huxley
er talinn einn hinn fjölhæfasti og gagn-
merkasti af rithöfundum Englendinga hin
síðustu ár, en alls hafa komið út eftir
hann um 30 bækur, þar á meðal 4
kvæðabækur, 5 bækur með „essays“-rit-
gerðum, en hitt smásagnabækur, skáld-
sögur og leikrit. Mesta frægð hefir hann
hlotið fyrir skáldsögur sínar. Áður hafa
birzt sögur eftir hann í Dvöl.
O’Henry
var fæddur 11. sept. 1862 og hét Sydney
William Porter. Hann ritaði hinar stuttu
og oft bráðfyndnu greinar sínar og sögur
undir ýmsum dulnefnum, en „O’Henry'1
varð þeirra sigursælast. Hann vann að
mörgu og fór víða um, og það, er hann
sá og heyrði, var honum óendanlegt efni
í smásögur hans. Hann var hugkvæmur
og aðhlæginn og skopið er jafnaðarlega
efst á baugi, þótt það sé stundum bland-
ið sárum hörmum. Söguefni hans var
oftast venjulegt fólk og venjulegir at-
burðir, sem gátu þó haft hinar óvenju-
legustu afleiðingar og endi. Alþýða flestra
þjóða hefir tekið feginshendi smásögum
hans og lesið þær sér til ánægju, og á
efalaust eftir að gera það lengi enn um
ókomna tíma. O’Henry dó árið 1910, 48
ára gamall.
José Francés,
er einn af þekktari nútíma skáldsagna-
höfundum Spánverja.
Herbert George Wells
er fæddur 21. sept. 1866. Frá því að
„Tímavélin", næstfyrsta bók hans, kom
út árið 1895, hefir hann ritað milli 40
og 50 bækur. Hann heíir skrifað skáld-
sögur, sem gerast á öðrum hnöttum og
í fjarlægri framtíð, stjórnmálarómana og
raunsæisskáldsögur og margar bækur
þjóðfræðilegs, sögulegs og vísindalegs
efnis. Mesta frægð mun hann þó hafa
hlotið fyrir mannkynssögu þá hina stór-
merku, sem við hann er kennd, og þýdd
hefir verið á íslenzku í styttri útgáfu.
Af síðustu bókum hans mætti nefna „Tlie
Shape o/ Tliings to Come“, framtíðarfrá-
sagnir um eyðileggingu vestrænnar menn-
ingar. Hún kom út árið 1933.
Walter Shoenstedt,
er ein af yngri skáldsagnahöfundum
Þjóöverja. Hann yfirgaf land sitt af
pólitískum ástæðum eftir aö Hitler-stjórn-
in kom til valda og dvelur nú i Ameríku.
írskir málshættir
Sjáðu ekki allt sem þú sérð, og
heyrðu ekki allt sem þú heyrir.
Það vetrar snemma hjá letingj-
unum.
Guð opnar aðrar dyr, ef hann
lokar einum.
Segðu ekki allt það, sem þig
langar til að segja, svo að þú heyrir
ekki allt það, sem þig langar ekki
til að heyra.