Dvöl - 01.04.1940, Side 82

Dvöl - 01.04.1940, Side 82
DVÖL 160 Kímiiisögur A. : Hvar eigum við að hittast? B. : Þú ræður því. A. : Og á hvaða tíma? B. : Hvenær sem þér sýnist. A.: Gott. Mundu þá bara að koma stundvislega. Kyndarinn: Eg hefi verið að athuga kolin og komizt að þeirri niðurstöðu, að þau muni endast í viku, ef við notum ekkert af þeim. 1. hermaður: Það er lítið að græða á þessum hernaðartilkynningum. 2. hermaður: Það læt ég vera, en það þarf að lesa á milli línanna. 1. hermaður: Og þegar línan er aðeins ein? A. : Hvernig stendur á því, að þú kallar hundinn þinn „Svikara". B. : Eg hefi gaman af að sjá, hve margir líta við, þegar ég kalla á hann á götunni. A. : Ég get hringt til þin seinna, hvað er númerið? B. : Það er í símaskránni. A. : Og hvað er nafnið þá? B. : Það er líka í símaskránni. Tommi: Jón frændi verður víst ekki lengi, því að hann hefir engan farangur með sér. Óli: Það er ekkert að marka; litli bróðir minn hafði heldur ekkert með sér þegar hann kom og er þó búinn að vera heima í margar vikur. Hún: Hvernig get ég verið viss um. að þú elskir mig? Hann: Vina min! Ég, sem get ekki sofið á næturnar, af því að ég er að hugsa um þig- Hún: Það sannar nú ekkert. Pabbi getur heldur ekki sofið á næturnar, af því að hann er að hugsa um þig. Gesturinn: Þetta herbergi er eins og fangaklefi. Þjónninn á gistihúsinu: Ójá, það fer allt eftir því, hverju menn eru vanir. Sá svartsýni: Líklega er engin mjólk í könnunni. Sá bjartsýni: Gjörið svo vel að rétta manninum rjómann. Kennarinn: Ég sé að þér eruð áhyggju- fullur út af spurningunni. Nemandinn: Nei, alls ekki út af spurn- ingunni, en það er svarið, sem veldur á- hyggjum minum. Hann: heldurðu að þetta sé heppilegur timi til þess að biðja föður þinn um hönd þína? Hún: Já, ég held það sé, því að ég var rétt áðan að segja honum, að ég þyrfti að fá nýjan samkvæmiskjól. Þjónninn: Við erm að loka; viljið þér gjöra svo vel að greiða reikninginn? Gesturinn: En ég hefi enn enga af- greiðslu fengið. Þjónninn: Jæja, þér þurfið þá ekki að greiða annað en drykkjupeningana. Konan: Hvað heldurðu að hún móðir þín segði, ef hún heyrði þig blóta svona? Strákurinn: Guði sé lof! Konan: Er það nú móðir! En því held- urðu það? Strákurinn: Af því að hún er búin að vera heyrnarlaus í meira en tuttugu ár. Ljóðelskur, ungur maður: Eruð þér ekki hrifnar af Steingrími, frú? Frúin: í hamingju bænum — látið ekki manninn minn heyra þetta! Útgefandi: SUF Ritstjóri: Þórir Baldvinsson

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.