Dvöl - 01.04.1944, Page 10

Dvöl - 01.04.1944, Page 10
88 D VÖL baSstofuna sína, byggða úr reka- viði, sem hann sjálfur hafði sagað og heflað. Þá skildist mér, að ég átti ódauðlega sál.... Samstund- is var ég háttaður ofan í hlýtt rúm og vafið um mig sænguirfötum. Karl mikli hellti ofan í mig svörtu kaffi með brennivíni. Ég er viss um, að það bjargaði mér frá bráðri lungnabólgu. Næstu daga lá ég með óráði, kalinn á höndum og fótum. En ég hresstist furðu fljótt, enda var mér hjúkrað af mikilli kost- gæfni á heimili Karls. Og sjálfur var hann glaður og ræðinn, gerði að gamni sínu og sagði mér sögur frá fyrri árum af þrekraunum, er hann hafði ratað í. Ég vissi, að hann sagði satt og rétt frá öllu — hafði kynnzt því af eigin reynd, að hann var ofurmenni og bar kenningarnafn sitt með rentu.“ Andrés tók sér málhvíld um stund. „Þetta er sagan af Karli mikla,“ sagði ég, „en ekki þér. Og eftir er frá því að segja, hvers vegna þú misstir sjónar á markmiði þínu og snerir baki við áhugamálum æsku þinnar.“ „Já, ég á enn ósagða þá sögu, er þú baðst mig að segja þér — sög- una af mér.... Hefurðu nokkurn tíma komizt í lífsháska, litið inn í annan heim af landamærum dauða og lífs? Atburðir liðinna ára birtast eins og skuggamyndir á tjaldi; dagarnir hjaðna. Auður og metorð verða hjóm. Gömul sjónar- mið hverfa; skoðanir dvína, og dægurmál þokast út í mistrið við sj óndeildarhringinn að baki. Hug- urinn verður léttur, eins og hann geti svifið upp fyrir skýin, hærra — hærra. Óþekktar sýnir birtast í lofthvolfinu: vængjaðar verur meðal skínandi skýja. Svo lækkar sálin flugið. Og allt í einu kemur jarðneskt, ilmandi vor. .. . Ég veit ekki, hvort þú skilur mig, Doddi..“ „Ætli það ekki,“ svaraði ég, — en skildi þó ekki neitt í neinu. Mér fannst hann leyna mig ein- hverju, ekki koma sér að því að segja það, líkt og hann léki sér að eldi. Hann átti mikilvægi sögu sinnar ósagt — örlagaskýringuna sjálfa. En honum virtist ætla að verða það ofraun. Þá gerðist mér óvæntur atburður, sem batt enda á þessi vandkvæði: Dyrnar opn- uðust. Það kom fát á Andrés. Nú þekkti ég fornvin minn í fyrsta sinn þetta kvöld. Hann roðnaði upp í hárs- rætur eins og ungur drengur, varð niðurlútur og stamaði: „Þetta er konan mín, Eva Karls- dóttir, — Þórður Þórarinsson, jarð- fræðingur —.“ Hann sagði ekki meira. En ljós rann upp fyrir mér og sló bjarma á æviferil þessa dularfulla manns. Rún hans var ráðin, gátan leyst. Ég heilsaði frúnni. Hún var djörf og frjálsmannleg eins og drottning. Mér fannst ég hafa séð hana áður — eða lesið um hana fagurt ævin-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.