Dvöl - 01.04.1944, Page 27
D VÖL
105
En September litla prinsessa
hljóp gegnum öll herbergi hallar-
innar og söng eins og lævirki. En
litli fuglinn flögraði kringum hana
eins og næturgali, sem hann líka
var.
Þannig liðu nokkrir dagar, en
þá fóru prinsessurnar átta að taka
saman ráð sín. Þær fóru til Sept-
ember, settust á hækjur sínar allt
í kringum hana, eins og síamskar
prinsessur eru vanar að sitja. •—
Veslings September, sögðu þær.
Það hryggði okkur mjög, að fallegi
páfagaukurinn þinn skyldi deyja.
Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir
þig að eiga ekki einn fallegan fugl,
svo við höfum skotið saman og
ætlum að kaupa handa þér falleg-
an grænan og gulan páfagauk.
— Ég þakka ykkur ekkert fyrir
það, svaraði hún. (Þetta var ekki
reglulega fallegt af henni, en
síamskar prinsessur eru oft nokk-
uð stuttar í spuna hver við aðra).
— Ég á eftirlætisfugl, sem syngur
fyrir mig yndislega söngva, og ég
fæ ekki skilið, hvað í ósköpunum
ég ætti að gera með grænan og
gulan páfagauk.
Janúar saug upp í nefið, síðan
Febrúar og loks Marz. Allar prins-
essurnar sugu upp í nefin, en á
sérstakan, virðulegan hátt. Síðan
spurði September þær: Hvers vegna
sjúgið þið svona upp í nefið allar
saman? Eruð þið allar búnar að
fá kvef?
— Nei ,góða mín, sögðu þær.
Það er bara svo hlægilegt að heyra
þig tala um fuglinn þ i n n, þar
sem litli fuglinn flýgur út og inn
eftir eigin geðþótta. — Þær skim-
uðu um herbergið. -—
— Getur þú sagt okkur hvar fugl-
inn er núna?
— Hann fór til þess að heimsækja
tengdaföður sinn, sagði Septem-
ber prinsessa.
— Og hvað kemur þér til að álíta,
að hann muni koma aftur? sögðu
prinsessurnar.
— Hann kemur alltaf aftur, sagöi
September prinsessa.
— Jæja, góða mín, sagði átt-
unda prinsessan. Ef þú villt hafa
okkar ráð, hættir þú ekki á slíkt.
Ef hann kemur aftur, skaltu láta
hann í búrið og geyma hann þar.
Þetta er eina leiðin til þess að geta
verið örugg og óhrædd um hann.
— En mér finnst svo gaman að
láta hann fljúga um herbergið,
sagði September prinsessa.
— Þú verður að hugsa fyrst og
fremst um að vernda hann, sögðu
hinar óheillavænlegu systur henn-
ar. Þær stóðu upp, hristu höfuðin
og fóru út úr herberginu, en Sep-
tember sat eftir og var ekki búin
að átta sig á þessu. — Henni fannst
fuglinn vera svo lengi burtu og
skildi hreint ekki í því, hvað hann
gæti alltaf verið að gera. Eitthvað
gat hafa komið fyrir hann. Fálkar
og veiðimenn með snörur gátu
orðið á leið hans og segir fátt af
einum. Auk þess gæti hann gleymt