Dvöl - 01.04.1944, Side 38
116
&VÖI
hélt ,að Grettir væri sofandi. En
Grettir var var um sig og hljóp
fram úr fletinu og varS létt um
að ráða niðurlögum Gríms. Eftir
þetta var Grettir mjög tregur að
taka við skógarmönnum. Þó lét
hann tilleiðast nokkru seinna að
taka við manni, sem Þórir Rauð-
skeggur hét. En hann hafði verið
sendur til höfuðs Gretti, af Þóri í
Garði.
Rauðskeggur reyndist hinn bezti
þjónn og segir sagan, að Grettir
hafi þann tíma, er þessi skógar-
maður var hjá honum, átt óvenju-
lega góða daga. En Rauðskeggur
fékk aldrei færi á Gretti, því hann
var jafnan var um sig. En um vor,
þegar Rauðskeggur hafði verið tvo
vetur með Gretti og orðinn leiður
á heiðalífinu, gerði veður mikið.
Braut þá Rauðskeggur bátinn um
nótt, en netin voru úti í vatninu.
Synti þá Grettir eftir netunum,
segir sagan, en þegar að landi kom,
ætlaði Rauðskeggur að vega Gretti,
en þá kafaði Grettir og kom á öðr-
um stað upp úr vatninu og að baki
Rauðskeggs, þreif hann upp fyrir
höfuð sér og hraut þá saxið úr
hendi Rauðskeggs, en Grettir greip
það og hjó hann banahögg með því.
Eftir þetta viidi Grettir aldrei
við skógarmönnum taka, en þó
mátti hann varla einn saman vera.
Þegar Þórir í Garði frétti afdrif
flugumanns síns, fór hann sjálfur
norður af Alþingi með 80 menn og
hugði nú að ráða niðurlögum
Grettis. Segir sagan, að Grettir hafi
þá hlaupið í hamraskarð eitt, er
hann varð var Þóris. Þar var barizt
lengi dags, en loks varð Þórir þó
frá að hverfa, eftir mikið mann-
fall.
Þá var það, að Hallmundur varði
Gretti svo, að enginn fékk sótt
aftan frá. En sárir eftir bardagann,
héldu þeir í helli Hallmundar suð-
ur undir Balljökli. Þar tók gild og
sköruleg dóttir Hallmundar þeim
tveim höndum og græddi þá báða.
Allt er þrungið hér á heiðunum
af sögum og sögnum um liðna at-
burði.
í Hellismanna sögu segir m. a.:
„Örn hét austmaður, er út kom í Hvít-
árósi. Réðst hann til Þorvarðsstaða (Þor-
valdsstaðir heitir einn efsti bærinn í Hvít-
ársíðu nú) ok staðfestist þar. Hann var
mikill ok sterkur ok hinn mesti veiði-
maður. Höfðu þeir selstöð niður við fiski-
vötn á heiðum ok var Örn jafnan at
seli, þar er síðan heitir Arnarvatn og
heiðin Arnarvatnsheiði".
Bróðir Arnar hét Eiríkur, sem
Eiríksjökull er við kenndur. Hann
var afburðamaður um afl og vöxt
og skáld gott, segir sagan. Borg-
firðingar börðust við Hellismenn í
Vopnalág og féllu Hellismenn
margir, en aðrir flýðu og voru flest-
ir drepnir á flóttanum, Er sagt, að
Þormóður strendill hafi komizt
lengst, eða út í sker það fyrir Mýr-
um, sem síðan er við hann kennt.
Hljóp hann þar fyrir gnýpu eina
og týndist,