Dvöl - 01.04.1944, Síða 48

Dvöl - 01.04.1944, Síða 48
126 V i ii ii 11 k o ii a ii Kftir Geir Kri»t)áng«oii DVÖL Það var morgunn með móðu á gluggarúðunum og kaldri ösku í eldhólfinu. Mjóslegin vinnukona kraup á gólfinu með sótbletti á berum handleggjunum og annar- legan höfga í augunum eins og eftir grát. Fyrsti loginn, rauður og sótandi, flögraði upp af olíuvotum kolamola, og hún lokaði eldhólfinu og and- varpaði. — Niðurinn í ánni heyrðist inn um gluggann. — Svo fór hrollur um herðarnar á henni og hún stóð upp. Hún dró grænu kappana frá glugganum, en það birti ekkert. Þetta slétta, ómarkaða andlit var eins og henni væri óglatt, og hún stóð við bekkinn í óhreinni svuntu. Tipl frúarinnar frammi á gangin- um. Svo birtist hún í dyrunum, horuð og syfjuleg, með falskar tennur og kamfórulykt út úr munn- inum. Ó, þér ættuð að skreppa fyrir mig til Jónassens ög kaupa eitt kíló af exporti, þegar þér sækið mjólkina, sagði hún og geispaði. Vinnukonan leit snöggvast á hana án þess að sjá hana og jánk- aði — leysti af sér svuntuna. Reitirnir í vaxdúknum á eldhús- bekknum voru bláir og hvítir og rispur hér og þar. — Frúin tók hlemminn ofan af pottinum og blés í gufuna. Það er annars rétt að ég nái í aura handa yður, sagði hún og fór. Vinnukonan stóð eftir með opinn munn og ónáðaði skemmdan jaxl með tungunni. Þarna stóð hún við eldhúsbekkinn í slitnum kjól með bera handleggi og augu, sem stóðu kyrr og horfðu eins og bleika eld- húsþilið með þurrkuhenginu væri orðið gegnsætt. í brúnni, stuttri kápu skokkaði hún niður götuna með rauða fötu dinglandi í hendinni. Andlitið var stíft og ólífrænt, eins og hún væri í kirkju, og sólin skein á hvít augnalokin. Við og við rak hún tærnar í og hálfhnaut, þannig beygði hún fyrir gult húshorn og hvarf. Tröppurnar eldhúsmegin í skugga hússins voru blautar. Hún lagaði á sér kápuna og bank- aði. — Út um opinn glugga heyrð- ist söngur og glamur í diskum — svo fótatak og hurðin var opnuð. Stelpa í hvítum slopp með þrýstin brjóst og opið andlit stóð í dyr- unum. Komdu sæl, sagði vinnukonan í

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.