Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 48

Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 48
126 V i ii ii 11 k o ii a ii Kftir Geir Kri»t)áng«oii DVÖL Það var morgunn með móðu á gluggarúðunum og kaldri ösku í eldhólfinu. Mjóslegin vinnukona kraup á gólfinu með sótbletti á berum handleggjunum og annar- legan höfga í augunum eins og eftir grát. Fyrsti loginn, rauður og sótandi, flögraði upp af olíuvotum kolamola, og hún lokaði eldhólfinu og and- varpaði. — Niðurinn í ánni heyrðist inn um gluggann. — Svo fór hrollur um herðarnar á henni og hún stóð upp. Hún dró grænu kappana frá glugganum, en það birti ekkert. Þetta slétta, ómarkaða andlit var eins og henni væri óglatt, og hún stóð við bekkinn í óhreinni svuntu. Tipl frúarinnar frammi á gangin- um. Svo birtist hún í dyrunum, horuð og syfjuleg, með falskar tennur og kamfórulykt út úr munn- inum. Ó, þér ættuð að skreppa fyrir mig til Jónassens ög kaupa eitt kíló af exporti, þegar þér sækið mjólkina, sagði hún og geispaði. Vinnukonan leit snöggvast á hana án þess að sjá hana og jánk- aði — leysti af sér svuntuna. Reitirnir í vaxdúknum á eldhús- bekknum voru bláir og hvítir og rispur hér og þar. — Frúin tók hlemminn ofan af pottinum og blés í gufuna. Það er annars rétt að ég nái í aura handa yður, sagði hún og fór. Vinnukonan stóð eftir með opinn munn og ónáðaði skemmdan jaxl með tungunni. Þarna stóð hún við eldhúsbekkinn í slitnum kjól með bera handleggi og augu, sem stóðu kyrr og horfðu eins og bleika eld- húsþilið með þurrkuhenginu væri orðið gegnsætt. í brúnni, stuttri kápu skokkaði hún niður götuna með rauða fötu dinglandi í hendinni. Andlitið var stíft og ólífrænt, eins og hún væri í kirkju, og sólin skein á hvít augnalokin. Við og við rak hún tærnar í og hálfhnaut, þannig beygði hún fyrir gult húshorn og hvarf. Tröppurnar eldhúsmegin í skugga hússins voru blautar. Hún lagaði á sér kápuna og bank- aði. — Út um opinn glugga heyrð- ist söngur og glamur í diskum — svo fótatak og hurðin var opnuð. Stelpa í hvítum slopp með þrýstin brjóst og opið andlit stóð í dyr- unum. Komdu sæl, sagði vinnukonan í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.