Dvöl - 01.04.1944, Page 49

Dvöl - 01.04.1944, Page 49
D VÖL 127 hálfum hljóSum og rétti fram föt- una. Sú hvítklædda tók við henni og hvarf. Innan úr eldhúsinu heyrðist hlát- ur og pískur, og einhver sagði: uss! Vinnukonan á tröppunum fór að tvístíga og snúa sér í hringi. Sú hvitklædda kom fram með mjólkina. Á andlitinu var bros, sem hún reyndi að fela, en það slapp út í augun og kinnarnar, og gerði hana rjóða. Vinnukonan sá aðeins hvita sloppinn í svip eins og haus- lausan óvin — svelgdist á kveðj- unni og heyktist ofan af tröppun- um. Hurðin hjá Jónassen var þung að opna hana. Vinnukonan saug búðarlyktina upp í nefið og kreisti tveggjakrónupening og tvo tuttugu og fimmeyringa í sveittum lófanum. Ofan úr loftinu héngu allavega olíulampar og gljáandi pjáturbrús- ar. Skeggjaður sjómaður lá upp við rimlapúltið og talaði við sölustjór- ann, sem var að skrifa nótu og bar blýantinn hugsandi upp að munninum. Annar búðarmaðurinn, í hvítri treyju með skæri í bandi um háls- inn, var að búa um smjörlíki fyrir digra konu í svörtum rykfrakka. Hinn sat uppi á borði og fiktaði Við lítinn vasaspegil. Hann leit upp, þegar klingdi í hurðinni og mjakaði sér letilega niður á gólfið. Hvað var það? Ég ætla að fá eitt kíló af exporti, sagði vinnukonan uppburðarlaus og leit ofan í blettótt búðarborðið. Digra kerlingin sperrti upp aug- un og leit á hana, full af ósvífinni forvitni. Eitt kíló af exporti, blés búðar- maðurinn og dró út skúffu. Hann var í brúnum slopp með svarta greiðu upp úr brjóstvasanum. Sjómaðurinn og sölustjórinn hættu að tala saman og litu báðir á vinnukonuna. Hún fór að tvístíga vandræða- lega og horfði í aðra átt — á skrif- stofudyrnar með gægjugatinu. Tvær og fimmtíu! ------takk! Vinnukonan fumaði i kápuvas- ann og tók pokann með rauðu sí- valningunum undir höndina. Digra kerlingin með fölu húðina og slappa niðurandlitið hallaði sér yfir til þess í hvítu treyjunni með skærin og sagði eitthvað í trúnaði, og hann brosti út í annað munn- vikið. Það klingdi hjáróma í hurðinni með glerrúðunni er hún féll að stöfum Jónassens. Er þetta stelpan? spurði sölu- stjórinnn og glotti með munninn opinn. Já — það er hún, sagði sá langi í hvítu treyjunni með skærin.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.