Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 59

Dvöl - 01.04.1944, Qupperneq 59
D VOL 137 Jói var uppgefinn. Hann sofnaði fljótt og vaknaði ekki fyrr en i dög- un. Glymhyrnan kvað við, og Billi Búkk kom neðan úr hesthúsinu áður en Jói komst út fyrir dyr. „Hvernig er hann?“ spurði Jói. Billi hámaði ævinlega í sig árbítinn. „Hann er nokkuð góður. Ég ætla nú að stinga á kýlinu. Þá verður hann kannske betri.“ Eftir morgunmatinn tók Billi til bezta hnífinn sinn. Hann var með hvössum oddi. Billi dró fágað hnífsblaðið vel á litlum hverfisteini. Hann prófaði oddinn og eggina aftur og aftur á hörðum fingurgómn- um, og loks á efri vörinni. Á leiðinni niður að hesthúsinu tók Jói eftir því, að háin hafði þotið upp og gráir strástubbarnir voru nú horfnir í grænkuna. Það var heiður og svalur sólmorgunn. Um leið og Jói sá hestinn vissi hann, að hann var verri. Augun voru lokuð og hvarmarnir klístraðir. Hann hengdi höfuðið svo að flipinn snerti hálminn í básnum. Þung stuna fylgdi hverju andartaki, djúp þrautastuna hins þolinmóða. Billi lyfti máttlausu höfðinu og skar í flýti djúpan skurð með hnífn- um. Jói sá gula vilsuna vella út. Hann hélt höfðinu uppi meðan Billi þvoði sárið úr daufu karbólvatni. „Nú líður honum betur,“ sagði Billi. „Það er þessi guli óþokki, sem alla bölvunina gerir.“ Jói horfði vantrúaður á Billa Búkk. „Hann er voðalega veikur.“ Billi hugsaði sig lengi um svarið. Hann var nærri búinn að segja einhverja óhugsaða og meiningarlausa uppörvun, en hann tók sig á því í tíma. „Já, hann er töluvert veikur,“ sagði hann að lokum. „En ég hef nú samt vitað þeim batna, sem verri hafa verið. Ef hann fær ekki lungnabólgu, þá komum við honum í gegnum það. Þú verður yfir honum. Ef honum versnar, þá geturðu komið og sótt mig.“ Langa stund eftir að Billi var farinn stóð Jói í sömu sporum við hlið hestsins og klóraði honum bak við eyr.un. En nú hallaði hann ekki höfðinu, eins og hann hafði gert meðan hann var frískur. Stun- urnar í andardrættinum voru orðnar dýpri. Matti Mörður gægðist inn um hesthúsdyrnar og veifaði skottinu ertn- islega, og Jói varð svo gramur yfir heilbrigði hans, að hann greip harð- an taðköggul og kastaði honum af öllum kröftum í Matta. Matti Mörður þaut ýlfrandi burt til að sleikja sára löppina. Um dagmálabil kom Billi Búkk aftur og bjó út annan gufupoka. Jói horfði á til þess að aðgæta hvort hesturinn hresstist eins við og í fyrra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.