Dvöl - 01.04.1944, Side 60
138
D VÖL
sinnið. Honum varð lítið eitt léttara um andardráttinn, en hann lyfti
ekki höfðinu vitundarögn.
Laugardagurinn leið hægt. Seint um kvöldið fór Jói heim í bæ og sótti
rúmfötin sín og bjó um sig í heyinu. Hann bað ekki um leyfi. Hann sá
á því hvernig móðir hans leit á hann, að hún mundi leyfa honum að
gera næstum því hvað sem væri. Um nóttina lét hann logandi lukt
hanga á krók yfir lokubásnum. Billi hafði sagt honum að nudda fætur
hestsins með stuttu millibili.
Klukkan níu tók að hvessa, og vindurinn gnauðaði á húsinu. Og
þrátt fyrir áhyggjurnar varð Jói syfjaður. Hann skreið undir teppið
og sofnaði brátt, en stunur hestsins færðust inn í draumheim hans.
Og í svefninum heyrði hann hið hása soghljóð, og það varð hærra
og hærra unz það vakti hann. Vindurinn hvein um húsið. Hann spratt
upp og leit yfir básaröðina. Hurðin hafði fokið upp, og hesturinn var
horfinn.
Jói þreif luktina og hljóp út í storminn, og hann glytti í Gabilan,
sem skjögraði burt frá húsinu út í myrkrið, höfuðið hékk niður, fæt-
urnir hreyfðust hægt og ósjálfrátt. Jói hljóp til hans og þreif í ennis-
toppinn, og hann lét teyma sig mótþróalaust aftur inn á básinn. Stun-
urnar voru hærri og það snörlaði hryllilega í nösunum. Jói söfnaði
ekki blund það sem eftir lifði nætur. Hvinurinn í andardrætti hests-
ins varð hærri og hærri.
Hann varð feginn þegar Billi Búkk kom um morguninn. Billi horfði
lengi á hestinn eins og hann hefði aldrei séð hann fyrr. Hann þreifaði
um eyrun og síðurnar. „Jói,“ sagði hann. „Ég þarf að gera nokkuð, sem
þig langar ekki til að sjá. Farðu heim í bæ um stund.“
Jói greip nístingstaki um handlegg hans. „Ha — ætlarðu að skjóta
hann?“
Billi klappaði honum á höndina. „Nei. Ég ætla að gera smágat á
barkann á honum, svo hann geti andað. Nasirnar eru alveg stoppaðar.
Þegar hann frískast, þá setjum við litla málmpípu í gatið handa honum
að anda í gegnum.“
Jói hefði ekki getað farið burt þó hann hefði viljað. Það var hroða-
legt að sjá rauða húðina skorna sundur, en þó miklu ægilegra að vita
hana skorna og sjá ekki til. „Ég ætla að vera hér,“ sagði hann beisk-
lega. „Ertu viss um að þú verðir að gera það?“
„Já. Ég er viss um það. Ef þú verður kyrr geturðu haldið á honum
höfðinu. Það er að segja, ef þér fellur það ekki illa.“
Hnífurinn góði var nú aftur tekinn fram og dreginn aftur af sömu