Hlín - 01.01.1944, Page 11
Hlín
9
unni heimavistarskóla fyrir sveitina. — En gamla Grenj-
aðarstaðabæinn á að endurreisa og halda honum við í
fornum stíl. Sum húsin í þeirri miklu byggingu virðast
nú að hruni komin.
Meðan við vorum á Staðarhóli snjóaði og kólnaði í
veðri, þó fjell enginn dagur úr fyrir konunum, sem komu
þó sumar langar leiðir að. — Svo hiýnaði aftur í veðri,
og heimsóttu okkur þá allar konurnar, sem verið höfðu
á námsskeiðinu í Klömbrum, var þá bjart og fagurt sól-
skinsveður.
Var ánægjulegt að hittaðst aftur og halda áfram þar
sem fyr var frá liorfið — ræða framtíðarmálin og.kvnnast
á ný.
En tíminn líður fljótt. Jeg \ erð að fara hratt yfir. Áætl-
unarbíllinn brunar áfram upp eftir Mývatnsheiði. Sveit-
in fagra heilsar mjer með björtu brosi. ,1‘að er heiðríkja
og djúpur blámi í fjöllunum, það glampar á vatnið með
víkur og voga.
Eerðinni er beitið að Baldursheimi, mjer finst jeg vera
að fara fram á heiðar. En þegar búið var að vísa mjer inn
í björt og hlý húsakynni og húsmóðirin á heimilinu og
allar stúlkurnar búnar að lieilsa mjer, þá fann jeg að
aftur var jeg umkringd af áhugasömum, skemtilegum
nemendum í miðri sveit. Við settum uppívefstólanaþetta
sama kvöld. — Tíminn var liðinn áður en við vissum af,
dagarnir voru of stuttir og of fáir. — Það var flutt til baka
aftur að Arnarvatni, sem farið var framhjá á uppeftir
leið, og voru nokkrir sömu nemendurnir þar, og aðrir
nýir bættust í hópinn frá bæjunum í kring. Þarna höfð-
um við hljóðfæri, sent við gátum skemt okkur við, jregar
tírni vanst til. — Jeg hef fyrir löngu veitt þ,ví athygli, að
víða í Þingeyjarsýslum hefur lifað mikill áhugi fyrir söng-
ment og verið æfður söngur miklu meira og almennara
en gerst hefur í öðrum sveitum landsins, sem jegþekki til.
— Þetta kom brátt í ljós þarna á námsskeiðunum, joví þar