Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 20
18
Hlín
hjónin á hið fornkveðna spakmæli: „Morgunstund gefur
gull í mund“. — Frúin reis jafnan úr rekkju kl. 6, en hús-
bóndinn kl. 5. Það var fyrirmyndar fótaferð, og mjög
ólíkt því slæpingjalífi, sem einkennir sig helst í síðkvelda-
rölti og seinni fótaferð. — Þau hjónin hafa líka áreiðan-
lega trúað hinni gömlu, góðu kenningu: „Snauður verð-
ur sá, sem með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin
hönd“. Þau voru bæði iðin. í orðsins bestu merkingu hag-
sýn og iðin. Þeim farnaðist líka vel og safnaðist auður og
var þó óspart veitt á marga lund. En „viska kvennanna
reisir húsið“, og slíkt mátti með sanni segja um frú Maríu
Össurardóttur. Hún lifir í minningu þeirra, sem I)est
þektu til og enn eru á meðal vor, sem hinn ágætasti full-
trúi allra kvenlegra kosta: Fyrirmyndar húsmóðir, ágæt-
asta móðir, hollur ráðgjafi í raun og hjálparhella í hví-
vetna. Hún lifir í minningu þeirra sem „drottning"
hjeraðsins.
María Össurardóttir 'lifði mann sinn og fluttist eftir
lát lians til Kristjáns sonar síns, sem þá Iiafði keypt Sól-
bakka. Þar átti hún heima Jrað sem eftir var æfinnar.
Hún andaðist 7. maí 1915 og var jarðsungin að Holti í
Önundarfirði. Yfir moldum hennar töluðu þeir prestarn-
ir síra Páll Stephensen og síra Sigtryggur Guðlaugsson,
ennfremur Matthías Ölafsson, alþingismaður sýslunnar.
Til minningar um hana stofnuðu nokkrar merkar kon-
ur í sveitinni sjúkrasjóð og heitir sjóðurinn: „Minning-
arsjóður Maríu Össurardóttur". — Með Jressu vildu Jrær
sýna, hve starf hennar i þágu sjúkra og bágstaddra var
viðurkent. — Það er líka vitað, að nánustu aðstandendur
hennar meta mikils góðhug og fórnfýsi þeirra mætu
íkvenna, sem stofnuðu og eflt hafa þennan minningarsjóð,
og kunna þeim fyrir sínar bestu þakkir. — Sjóðurinn er
nú orðinn yfir 20 þúsund krónur, og á áreiðanlega eftir
að verða mörgum til blessunar. — Sjálfsagt hefði frú
Maríu engin minningargjöf komið betur en einmitt