Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 22
20
Hlín
inni til að dreifa, hvorki fyrir konur nje karla. Heimilin
urðu, í þeim efnum, að láta sjer nægja eigin merg. sem
hver kynslóðin eftirljet annari. — Vert er þó að geta þess,
að hreyfing hófst í skólamálum, jafnvel fyrri en vænta
mátti, eftir að landið fjekk sjerskilinn fjárhag 1874. Á
fyrstu 10 árunum tóku 6 skólar til starfa, sem einkurn
voru ætlaðir alþýðunni. Þeir voru: Kvennaskólinn í
Reykjavík, Flensborgarskólinn, Möðruvallaskólinn og
búnaðarskólarnir í Ólafsdal, á Hólum og á Eiðum. — En
5 þessara skóla voru éingöngu ætlaðir piltum, aðeins
hinn fyrstnefndi var ætlaður stúlkum. En Jrað var livor-
tveggja, að fyrstu árin var rúm hans mjög takmarkað,
enda líka fáar sveitastúlkur, sem höfðu aðstöðu til að
sækja Iiann.
Barnafræðslan var, Jjví nær eingöngu, á vegum lieimil-
anna með aðstoð prestanna. Var þá oftast drýgstur hlutur
mæðranna og liúsmæðranna í Jrví starfi. Voru þær Jró
vitanlega lilaðnar öðrum verkefnum s. s. matreiðslu og
þjónustu, að ógleymdum heimilisiðnaðinum, sem ljet
furðu margt til sín taka, og J>ó einkum það að vinna
klæðnað fólksins og rúmfatnað. En þrátt fyrir ]>að lögðu
Jrær sífeldlega stund á að kenna börnunum lestur og
annað Jiað til bókarinnar, er þær máttu og gátu við kom-
ið, ásamt leikni og ástundun við vinnu, og ekki síst að
innræta )>eim trúar- og siðgæðiskenningar kristindóms-
ins. — Það var ekki sjaldan, að þær unnu að slíkri fræðslu-
starfsemi framan við hlóðarsteinana og pottinn, við rokk-
inn sinn eða við prjónaná í rökkrunum. Tókst þeim
þannig með eigin orðum að fræða börnin um marga
hluti, vekja íhugun þerrra, víkka sjóndeildarhringinn og
svala andlegum þorsta Jteirra. — Munu margir hinna eldri
manna enn í dag minnast með þakk'læti og aðdáun þess-
ara fórnfúsu fræðslustunda og yfirleitt þess veganestis, er
hin starfssömu og heilráðu sveitaheimili veittu þeim.
Það hefir jafnan verið of þögult um þátttöku hús-