Hlín - 01.01.1944, Síða 29
Hlín
27
sjón á hendi. Árið 1893 keypti hún hljóðfæri í kirkjuna,
að mestu eða öllu fyrir eigið fje. Kirkjan var þá orðin
gömul og fornfáleg. Árið 1897 ljet hún því, ásamt mági
sínum, Friðrik Bjarnasyni, reisa nýja kirkju. Var það
rúmgott og myndarlegt timburhús, sem stendur enn. —
Þá helgidaga, sem ekki var messað, var ætíð lesinn hús-
lestur kl. 12. Las Guðný jafnan sjálf, og safnaðist þá alt
heimilisfólkið saman til að hlýða lestrinum. Hafði jeg
eigi annarstaðar sjeð raunverulegri andagt og háttprýði
eiga sjer stað \ ið húslestur.
Æfi Guðnýjar Guðmundsdóttur er að mörgu eftirtekt-
arverð. í æsku virtist framtíðin brosa við henni. Heimil-
ið var efnað og umfangsmikið, hæfileikar hennar góðir
og margþættir og þráin til að þroska sig og aðra, og verða
sem flestum að liði, ákveðin og einbeitt. — Alt þetta
benti á auðnuríka og sigursæla framtíð. En svo fór, að
þótt ekki skorti elni, reyndust óviðráðanleg örlög henni
þung í skauti. Snertu þau viðkvæmustu strengina og
munu mjög hafa bugað j>rek liennar og starfsþrá. Sárast
hygg jeg að hún hafi tregað soninn sinn. Munu henni
þar hafa fundist bresta síðustu framtíðarvonirnar, og svo
virðist, að hún hali alllengi verið að sigrast á vonbrigð-
unum og ráða Jrað við sig, hvað gera rnætti til jress, að
nafn drengsins hennar fjelli ekki í gleymsku, og að efni
jrau, er hinum unga framtíðarmanni voru ætluð, gætu
orðið öðrurn efnilegum æskumönnum að liði til frama og
starfs. Það var ekki fyrri en Í5 árum eftir lát sonar henn-
ar, Guðmundar Ágústar, að hún nryndaði sjóð Jrann, sem
áður er getið, sem hún gaf nafnið: „Minning Guðmund-
ar Ágústs Sigurðssonar frá Mýrum“.
Sjóðurinn er stofnaður með gjafabrjefi Guðnýjar, dag-
sett 8. febr. 1898. Mælir skipulagsskráin svo fyrir, að vöxt-
unum, senr umfram eru 100 kr., sje árlega varið til að
styrkja karlmenn eða kvenmenn til náms á búnaðarskóla.