Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 33
Hlín
31
henni. Og hún var fær uni það, þessvegna er mynd henn-
ar svo glæsileg og sterk, þó af henni stafi einnig björtum
geislum hlýju og samúðar með öllu, sem andar og lifir. —
,Hún var íslenska móðirin fyrst og fremst, sívinnandi,
þroskandi og lífgefandi. Ljúft var börnum hennar að
koma með raunir sínar til liennar, varla trúi jeg því, að
svo erf'itt hefði getað mætt neinu þeirra, að þau færu
jafnnær aftur. Svo þróttmikil, svo andlega mjúkhent og
sanntrúuð á eilíft og guðlegt gildi lífsins var liún.
Mjer finst vel við eiga um hana þessar ljóðlínur Einars
Benediktssonar:
„Þú vógst upp björg á þinn veika arm,
þú vissir ei hik nje eía.
I alheim jeg þekti einn einasta barm,
sem alt kunni að fyrirgefa".
Svo mun börnum hennar finnast, en það eru svo marg-
ir fleiri, sem munu taka undir með þeim. Jeg vildi óska
að ísland ætti eftir að eignast margar slíkar mæður.
Borghildur var glæsileg kona að ytri ásýnd, fríð sýnum
og fyrirmannleg, svipurinn þróttugur og drengilegur, en
það sem sjerstaklega einkendi hana var, live glatt og bjart
var yfir henni, hún var altaf brosandi og spaugandi og
hló svo hjartanlega, að lnin kom öðrum til að hlæja líka.
Mjer hefði þótt gaman að sjá ólund eða ilt skap reyna að
þróast í návist hennar. Jafnvel í banalegunni gerði hún
dátt að gamni sínu, ef eittlivað lítið bráði af henni, og
vissi lnin þó ofurvel að hverju dró.
Borghildur andaðist 13. jan. 1940.
Mjer fanst Borghildur altaf glæsileg og falleg kona, en
Jregar jeg sá hana seinast sofnaða svefninum hinsta, fanst
mjer svo bjart yfir svip Iiennar og slíkur friður og ró yfir
andlitinu, að mjer datt í hug, að þannig sofni einungis
þeir, sem lokið hafa fögru og göfugu starfi með sæmd.
Blessuð sje minning hennar.
Jakobína Sigurðardóttir, Arbæ.