Hlín - 01.01.1944, Page 39
Hlín
37
nána samlífi tem ja skapgerð sína til manngöfgi og dreng-
skapar og fórnarlundar hvort fyrir annað og fyrir af-
kvæmi sín — samfjeiaginu öllu til blessunar.
Það er ekki að ástæðulausu, að jeg hef gerst fjölorður
um þetta atriði í sambandi við guðspjall dagsins. Nú er
svo komið með vorri þjóð, að nálægt því fjórði hluti allra
barna, sem fæðist, er óskilgetinn, og ber þetta vott um
jjað, að skilningur, bæði stjórnarvalda og almennings, er
að slakna á því, hvaða þýðingu hjúskapurinn hefur í
sambandi við það, að tryggja mæðrunum það andlega og
rjettarfarslega öryggi, sem gerir þeim það fært, að rækja
móðurhlutverk sitt með alúð og gleði. Þeir, sem þess-
vegna telja það eitthvert fagnaðarerindi, að hverfa í þess-
um efnum aftur til skipulags frumvilfimenskunnar, þar
sem faðirinn ber sem minsta ábyrgð á gerðum sínum, en
leggur vanda umsjár og uppeldis afkvæmanna sem mest
á herðar móðurinnar, eins og gerist í dýraríkinu, þeir erti
áreiðanlega áttaviltir í því hvað heitið getur siðmenning,
er þeir vilja hai’na hinu betra skipulagi fyrir hið verra.
Þegar kirkjan því mælir með hjónabandinu, er það
fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að með því vill hún
tryggja rjett lítilmagnans, sem í þessu tilfelli er konan og
börnin, auk þess sem hún er sammála ríkisvaldinu í því,
að þetta sje hið haganlegasta og rjettlátasta skipulag þess-
ara mála, sent fundið hefur verið.
Hitt getur hver skynsannir maður sagt sjer sjálfur, að
eigi lífið að halda áfram, verður það að vera framlengt og
jafnóhjákvæmilegt starf í búskap náttúrunnar er síður
en ekki syndsamlegt, eða blygðunarefni, eins og menn
hafa stundum ímyndað sér í fávisku sinn og hjátrú.
Það er þýðingarmesta og ábyrgðarríkasta hfutverkið,
sem kynstofninum ber að inna af höndum. Og jafnframt
hið fagnaðarríkasta og spámannlegasta, megi það vel
takast.