Hlín - 01.01.1944, Síða 40
38
Hlín
Þetta finnur líka hver góð og hreinhjörtuð kona af
eðlisboði sínu. Móðurgleðin verður venjulegast öllum
öðrum tilfinningum yfirsterkari í sál hennar, jafnve! þótt
eitthvað liafi nú þótt athugavert við það hvernig til
hennar var stofnað!
„Heil vert þú, er nýtur náðar Guðs“ — er frumtónn-
inn, sem hljómar í sál hverrar óspiltrar konu, er móður-
hlutverkið hefir tekist á hendur, engu síður en í sál hinn-
ar Iieilögu meyjar — og vjer skulum í þessu sambandi
einnig gefa gaum að lofsöng hennar:
„Önd mín miklar Drottin
og andi minn hefur glaðst í Guði, frelsara mínum.
— Því sjá, hjeðan af munu ailar kynslóðir mig sæla segja,
því að hinn voldugi hefur gert mikla hluti við mig
og heilagt er nafn hans! —
Á Gyðingalandi þótti Jiað aldrei syndsamlegt að eign-
ast hörn, heldur var sú kona talin hlessuð og margbless-
uð af Drottni, sem eignaðist stóran og mannvænlegan
barnahóp, en væri um fyrirlitningu að ræða hvíldi hún
á þeim konum, sem óbyrjur voru.
Vjer heyrum hvernig sá harmur hvílir Jrungt á herð-
um Hönnu, er hún baðst fyrir sárhrygg í lrelgidóminum
í Sfló og grjet mjög eins og sagt er frá í fyrri Samúelsbók-
inni, af Jjví að henni hafði ekki orðið afkvæmis auðið.
Og það er þessvegna, sem þessi rit eru svo lærdómsrík
og guðinnblásin og hollur og Jiroskandi lestur, að Jrau
sýna mannssálina eins og hún raunverulega er, þar sem
hún stendur nakin frammi fyrir skapara sínum í sinni
dýpstu þrá, þegar sópað er til hliðar öllum látalátum,
allri falskri hlygðun og öllum mannasetningum og
hleypidómum.