Hlín - 01.01.1944, Síða 42
40
Hlín
Mannslífin eru að vísu eins og sáðir, sem vindurinn
feykir. Sumt fellur við götuna og er etið upp af fuglum
himins .Sumt fellur í urð og annað meðal þyrna. Ekki
nema fátt eitt fellur í góðan jarðveg og ber ríkulegan
ávöxt. — Vjer gætum freistast til að trúa, að tilraunin sje
einkum gerð vegna þessara fáu, sem kjörnir eru til þess
að bera menninguna áfram og skila henni til hærri
áfanga. Lífið virðist bruðla svo mjög með auðæfi sín og
af gnótt er að taka, þó að.miklu væri fleygt í deigluna á
ný. — „Þröngt er hliðið sem til lífsins liggur og mjór sá
vegur og fáir, sem finna hann, en breiður er vegurinn,
sem liggur til glötunarinnar".
Þessi alkunnu orð Fjallræðunnar lúta að þeirri stað-
reynd, hvað þeir eru jafnaðarlega raunalega fáir, sem
leggja á brattannl
Ef Jesús hefði ekki einnig sag't: „Mannssonurinn er
kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það“, þá
mundum vjer hugsa, að lífið væri aðeins fyrir fáa út-
valda. En nú vitum vjer fyrir trú vora og atlnigun á stað-
reyndum, að þessir útvöldu, sem tala við guðina, þeir lifa
ekki fyrir sjálfa sig. Þeir eru til þess kjörnir af föður líls-
ins að lyfta armæðubyrði heimsins — hjálpa hinum, sem
pkemra eru á leið komnir. — Þannig getum vjer litið á
tilveru vora á jörðunni sem stórkostlega tilraun til guð-
dómlegs lífs—tilraun, sem oltast misheppnast, en þó endr-
um og eins tekur stór stökk fram á við til nýrra viðhorfa
og æðri þroska. Slík blessun fellur mannkyninu í skaut,
þegar mikilmenni fæðast, þegar móðurhlutverkið hefir
þannig verið leyst af höndum, að allar kynslóðir munu
þá móður sæla segja.
Þetta gerðist þegar Jesús læddist. Vegna þess atburðar
hafa margir hlutir snúist við í mannkynssögunni frá því
sem ella hefði orðið. Og margir aðrir hafa orðið frelsarar
heimsins, þótt í smærra mæli sje: Þeir hafa leiðbeint um
mikilsverða hluti, ljett af byrðum, aukið gleði lífsins og