Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 43
Hlín
41
þægindi. Þarf í því samþandi ekki annað en minna á
óeigingjarnt starf ýmissa vísindamanna í þágu heilsu-
fræðinnar og margvíslcgrar tækni, sem ankið hefur haxn-
ingju og vellíðan fjölda margra.
Nöfn þessara manna þekkjast ekki sum. En allir
mundu þær mæður sælar segja, senr þá hafa alið, sem
verið hafa velgerðamenn mannkynsins — og vjer höfum
það á tilfinningunni, að þá fyrst hafi móðurhlutverkið
tekist eins og það á að takast, þegar sú kynslóð er betri,
sem kemur, heldur en hin sem deyr. Þegar hver ættlegg-
ur skilar glæsilegri afspring, en hann var sjálfur.
Það er þetta meðal annars, sem verður að koma til at-
hugunar, þegar móðirin fer að íliuga hvílík sú kveðja er,
sem henni er flutt: „Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs!
Drottinn sje með þjer!“
Þetta þýðir: Enn byrjar lífið sína eilífu tilraun til ftill-
komnunar á jörðinni. Til þess að vel megi takast að þessu
sinni, þarl' fyrst og fremst andi drottins að vera með.
Hann þarf að yfirskyggja hug móðurinnar: Það er ekki
nóg að fæða af sjer afkvæmið. Allur hugur og vilji móð-
urinnar verður að vera að því snúinn, að reyna að þroska
þá sál til manndóms, sem lrenni er fengin til fósturs,
þroska hana í hinum æðstu hugsjónum og manndygðum.
Og ef til vill þarf sú forsjá að hefjast áður en afkvæmið
er fætt. Einn af fornkonungunum á að hafa ort þessa vísu:
„Móðernis fjekk jeg mínum
mögum, svo hjörtu dugðu“.
Þ. e.: Jeg l jekk sonum mínum svo gott móðerni, að hjörtu
þeirra dugðu, þeir urðu hugrakkir menn! A líka lund
þurfa konurnar að hugsa. •
Sú var venja á söguöld vorri, að gil'tingarvaldið var
einkum í höndum foreldra eða ættingja. Þá var meir um
það hugsað en nú er gert, hvaða ættbogum menn tengd-