Hlín - 01.01.1944, Síða 57
Hlín
55
Jeg veit að mörgum finst það nægilegt, að útvarpstæk-
in flytja messur á öllum helgum dögum, á það geti menn
hlustað. En fyrst er þess að gæta, að mörg' heimili vantar
enn þau tæki, og á þeim heimilum, sem jeg þekki til, eru
það sárfáir, sem stöðugt hlusta á messur. og getur það því
ekki orðið sameiginleg guðræknisstund öllum heima-
mönnum. Oft koma líka fyrir truflanir í útvarpstækjum,
sem spilla allri ánægju.
Jeg álít, að sú guðræknisiðkun, er menn sjálfir taka
þátt í að einhverju leyti, Iiafi mest áhrif á hugarfarið, og
það gleður mig, að j)ó nokkrir skólar byrja og enda dags-
verk sín með því að syngja í sameiningu einhvern af okk-
ar fögru sálmum. — Nú eru sem betur fer margir farnir
að finna til Jress, að aukið trúarlíf Jrjóðarinnar sje og
verði bjartasta ljós hennar á þessum myrku tímurn. Og á
prestastefnunni Jaetta ár voru gerðar liærri kröfur til
barnakennara í þessu efni en verið hefur, en þó kennar-
inn vilji, getur hann ekki náð tökum á því að móta barns-
hugina nema að rnjög litlu leyti, sjerstaklega í farskóla-
hjeruðunum, þar sem kenslan er oft mjög ófullnægjandi.
Jeg býst við Jrví, að ltve góðir sem barnaskólarnir eru, þá
þurfi ætíð samvinnu við heimilin, ef vel á að fara með
andlega uppeldið. — Og Jrað veit jeg fyrir víst að hver
kristin móðir viðurkennir, að barninu hennar sje þörf á
að leita hjálpar í straumi lífsins hjá Guði. — Nú munu
einhverjar konur segja, sem þetta heyra: „Jeg hef ekki
lært trúfræði og er enginn kennari í þeirri grein“. — En
eitt er það sem allar mæður gætu kent, Jrað eru hjartnæm
vers og bænir. Einnig geta þær látið börnin finna í við-
móti og viðtali, að þær beri lotningu fyrir guðsorði. Og
þó einhverjar mæður sjeu hræddar um að starf þeirra í
þessu efni beri lítinn árangur nú á tímum, þá getur eng-
inn sjeð það fyrir hvenær eða hve miklum þroska Jaað
frækorn nær, sem sáð er, en liitt vita allir, að af vondu
fræi spretta aldrei góðir ávextir.