Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 61
Hlín
59
Sem betui' fer, er margt bæði karla og kvenna, sem
breytir samkvæmt liinni betri mynd, en andstæðan,
„gikkurinn í veiðistöðinni", skýtur hinsvegar ónotalega
oft og óþarflega víða upp kollinum og veldur breyting-
unum til liins verra. Oft er það svo, að þeir menn, sem
mest völd hafa á heimilinu, svo sem húsbændur og hús-
freyjur, eru máttugri til áhrifa en hinir, sem lægra eru
settir, vegna þess að oftast er tekið meira mark á orðum
og gjörðum þeirra, er ofar standa. Engu að síður er það
staðreynd, að tæplega mun til sá maður, sem ekki hefur
einhver álirif, annaðhvort góð eða ill, á þá, sem með hon-
um starfa og stríða að staðaldri. Ekki þarf hann ætíð að
hafa svo mikil og mótandi áhrif á samstarfsmenn sína, að
þeir breyti fyrir það raunverulega störfum sínum og
stefnum, en liann kemur þó að minsta kosti inn hjá þeim
einltverjum hugblæ, sem er einkennandi fyrir hann og
sem ræður miklu um það, hvernig þær minningar verða,
sem við hann eru bundnar. — Við finnum það öll, að við
erum ekki nokkurri manneskju samtíða, sem nokkru
nemur, svo, að við gerum okkur ekki einhverjar hug-
myndir um hana, annaðhvort góðar eða illar. Annað-
hvort fer okkur, með vaxandi viðkynningu, að þykja
vænt um hana, eða jiá, að okkm' fcllur hdn chki betur 1
geð en það, aö við sneiðum heldur Iijá henni, þegar okk-
ur er það unt.
Þeir persónuleikar eru auðvitað til, sem eru svo
óákveðnir og sviplitlir að varla er hægt að mynda sjer um
þá nokkra ákveðna skoðun, eða eignast um þá nokkra
varanlega minningu. En eigi getur þó lijá því farið, að
þeir eigi sín sjereinkenni, sem við tökum eftir við nána
kynningu og sem valda því, að við minnumst þeirra, þeg-
ar við mætum skyldum manntegundum seinna á lífsleið-
inni. — Öll rök virðast því hníga að því að gefa málshátt-
unum, sem jeg nefndi i uppliafi, sannleiksgildi, sem ekki
verður vjefengt. — Tökum eitt dæmi: Ef maður, sem er