Hlín - 01.01.1944, Page 82
80
Hlín
Ostagerð. (Austur-Skaftafellssýsla).
Fyrst var mjólk hituð, en ekki meira en svor að maður
þoldi vel niðrí með hendina, þá var hleypirinn látinn í
og hrært vel í um leið. (Það var notaður heimatilhúinn
hleypir af kálfsvinstur, sem fyrst var blásin upp og liert,
hleytt síðan upp í saltvatni). Þegar vel er hlaupið, var
þetta vandlega lirært í sundur með hendinni, síðan var
hlaupið látið setjast á hotninn en jiví mesta af mysunni
ausið ofan af, og osturinn tekinn saman með höndunum
og látinn í hæfilega stórt ílát og })að mesta kreist úr hon-
um af mysunni og osturinn síðan pressaður t. d. eina nótt.
Svo er hann tekinn úr pressunni og látinn í saltpækil (það
má líka strá salti á hann, snúa honum, jiegar saltið er
runnið á efra horðinu og salta þá liitt). Síðast var ostur-
inn þurkaður í hjalli í nokkrá mánuði. Þess verður að
gæta að láta ekki sól skína á ostana, snúa þeim oft við og
færa þá til og jovo þá úr saltvatni, ef skán sest á þá, sem
helst vill verða í óþurkatíð. — Ostarnir urðu góðir og
jafnir í gegn með jressari aðlerð.
Konan, sem lýsir þessari ostagerð segir ennfremur:
„Þegar jeg var barn man jeg að Skaftártunguostinnm var
viðburgðið". Kemur hjer lýsing á honum:
Skaftártunguostur.
Mjólkin var hituð þar til hún var vel nýmjólkurvolg,
Jiá er hleypirinn látinn í, og J)ess gætt, að ekki logi undir
pottinum meðan var að hlaupa. Svo þegar hlaupið er vel
í pottinum, var hrært í við hægan eld, fyrst hægt, svo
hraðara þangað til að hlaupstykkin eru orðin mjög smá-
gerð, eða eins og mylsna. Þá er potturinn tekinn af eldin-
um og hreitt vel yfir hann, Jaannig var hann látinn standa
í 5—10 mínútur, þá var osturinn lmoðaður vel saman og
látinn í ílát og snúið nokkrum sinnum í ílátinu og hnoð-
aður enn. — Sumir höfðu hlennn ofan á honum og settu
undir farg, sú aðferð reyndist ekkert hetri, ostarnir urðu