Hlín - 01.01.1944, Side 89
Hlín
87
Grasaystingur. (Önnur lýsing).
Maður kemur mjólkinni í suðu, gott að hún sjóði 2—5
mín. Suðan tekin úr með vatni um leið og súrinn er lát-
inn í með eysli, smátt og smátt, hrært vel í á meðan. Ef
ekki hleypur af þessu, má bæta í, en best er að hafa súr-
inn sem minstan. Líka má láta grjónin og grösin í kalda
mjólkina og hleypa síðan, þegar upp kemur suðan. Þá
verða ostarnir smærri. Örlítið sykur er látið i. Best að
ystingurinn sjóði jafnt og þjett, svo ostarnir sökkvi ekki.
Ef svo ber undir, að konan á mikið af súrri mjólk, má
nota liana til þriðjunga, láta hana þá út í, er nýja mjólk-
in sýður.
Mörflot. (Vestfirskt).
Mörinn, viku eða hálfsmánaðar gamall, er malaður í
stórri kjötkvörn eða fleðaður í þunnar l'leður, svö hnoð-
að'ur með höndunum þangað til komin er velgja í hann
og hann er hættur að loða við trogið. Hann er barinn
saman eins og skaka (tafla) og þess gætt, að ekki sjeu í
henni holur. Töflurnar eru hafðar 5 pund á þyngd.
Þegar líður á veturinn, áður en vorhitar byrja, er gott
að láta töflurnar í saltpækil, þeim hættir annars við að
þrána, þegar hitnar.
Mjer liefur fundist venjuleg tólg svo fitulítil, að ekki
væri vanþörf á viðbiti með henni. Alt öðru máli er að
gegna með mörflotið, það er, að dómi okkar Vestfirðinga,
leitt og gott viðbit. Með blautfiski er jrað brætt sem
venjuleg feiti, en ætli maður að hafa það nreð harðfiski,
er jrað brætt, en látið storkna aftur og er þá ágætt viðbit.
Vindhangið rafabelti. (Frá Vestfjörðum).
(Lúðan veidd í sept.—okt.).
Hengt upp í hjall strax. F.kki þvegið, eða látið í sjó,
þrifamenn gerðu það aldrei. Þykk himna er á rafabelt-
inu, sem er skafin með hnífsbakka.