Hlín - 01.01.1944, Síða 92
90
Hlín
hvítum blettum, sem slægi út úr þeiin, en væri ekki
mygla.
„Búahrogn“. (Úr Breiðafjarðareyjum).
Fyrst er tekinn kassi á stærð við 50 punda sykurkassa.
Boruð göt í botninn með 5—10 crn. millibili og upp eftir
hliðunum. Síðan er grásleppan tekin og rist á kviðinn og
lausu lnognin látin renna ofan í kassann, en þess verður
að gæta, að skera ekki á gotuna (þau hrogn þóttu ekki
hæfileg til matar). Ekki var látið renna meira af hrogn-
unum í kassann en að hann væri hjer um bil hálfur. Þá
var tekinn hreinn sjór og helt 2—3 sinnum yfir hrognin í
kassanum og Iirært hóflega í á meðan. Síðan er látið síga
af hrognunum, þar til þau voru orðin þur að ofan. Þá
var látin þur fjöl yfir, sem fjell olan í kassann og farg á,
og látið vera þar til daginn eftir, eða jrar til osturinn fer
að losna við kassann. Þá er hvolft úr kassanum og hrogna-
osturinn skorinn í hæfilega stór stykki (8—10 cnt. á
stærð), soðinn og látinn í sýru og horðaður með málamat.
Þetta er ágætur matur, ef vel tekst að matreiða hrogn.
Eru „Búahrogn", sem kölluð voru í Breiðarfjarðareyjum,
vel sneidd, fallegur rjettur á borði.
Flatbrauð mótað. (Eyfirsk frásögn).
Eins og brauðmótin, sem til hafa verið víðsvegar um
land, bera með sjer, hefur það tíðkast mikið, að gera flat-
kökur jiykkar úr rúgmjöli og breiða jrer út á mótum og
baka þær síðan á glóð. Voru kökur þessar sjerstaklega
notaðar til gjafar (gjafakökur).
Reykt hrogn. (Sunnlensk frásögn).
Víðsvegar á Suðurlandi hafa til skamms tíma verið
höfð reykt lnogn til matar, hæði heit og köld, og joykir
besti matur. Þau eru borðuð Iieit nieð kartöflum og
smjöri, en einnig sneidd köld ofan á brauð. Það er farið
með Jiau eins og hangikjöt.