Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 98
96
Hlín
yl jað sál minni. Hún klæddi sig úr dagtreyjunni sinni og
síðan úr nærskyrtunni (það var hvít, bætt vaðmálsskyrta),
og klæddi mig í hana, glóðvolga af hita síns eigin líkama,
síðan klæddi hún sig í slitnu, köldu og ljelegu dagtreyj-
una sína eina fata. Hún fór ekki í neina skyrtu. Jeg er
viss um, að hún hefur enga aðra skyrtu átt en þá, sent hún
klæddi mig í. Síðan bar hún mjer flóaða mjól, heitt flat-
brauð með nýju smjöri, þurvatt ytri föt mín úr heitu
vatni og þegar hlýja skyrtan hennar, vernrda rúmið og
góði maturinn, sem hún gaf mjer, hcifðu hlýjað og hrest
mig, hjálpaði hún mjer til að klæðast. Vafalaust hefur
hún getið sjer nærri um áhyggjuefni mitt, því þegar lnin
hafði fylgt mjer alklæddum og hressum út á hlaðið, segir
hún: ,,Þegar veðrið batnar, skal jeg reyna að finna ærnar,
sent þú tapaðir". í hrifningu míns hjartans þakklætis
vafði jeg handleggjunum um liáls hennar, og þó jeg ekki
segði það, þá var jeg alveg staðráðinn í því, að þegar jeg
um kvöldið læsi bænirnar mínar, skyldi jeg biðja Guð
alveg sjerstaklega fyrir hana Unu á Mosfelli, því eftir
þessi síðustu viðskifti við hana var jeg aftur viss um að
Guð væri góður, og líklega sumir mennirnir líka, að
minsta kosti var hún Una flestum betri. Það voru sann-
indi, sem mjer voru raunar löngu ljós, því þótt hún væri
fátæk og byggi í ljelegra húsi en flestir aðrir, var hún af
Guði send til að hjálpa mjer og okkur bræðrum, þegar
mest að þrengdi. — Og þegar jeg nú sit og hripa niður
þessar minningar, finn jeg sannindi þessara hendinga
óma mjer við eyru:
„Hver kóngborin sál gerir kimann að sal
og kóngsríki garðshornið svart“.
Oftsinnis l’anst mjer í þá daga litla baðstofan hennar
IJnu dýrðlegur staður. í þetta skifti, sem hjer um ræðir,
eins og raunar oft áður, kom jeg til hennar kaldur, hreld-
ur og bugaður með lamað traust mitt til Guðs og manna,