Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 104
102
Hlín
Næturrabb.
Eftir sveitakonu.
Undarlega sjaldan hefur það viljað til á þessum veðra-
sama vetri, að við konurnar út um hinar strjálbvgðu
sveitir höfum átt kost á að heimsækja hver aðra, en Jijer
um kvöldið konrst jeg þó til gömlu vinkonu minnar
Iiandan við ána og áttum við saman ágæta nótt. Þangað
liafði jeg svo oft áður sótt góð ráð, linyttileg svör og djúpa
lífsspeki. — Náttúrlega kom ekki næðið fyr en allir aðrir
voru til hvílu gengnir, en þá komum við okkur líka vel
fyrir í eldliúsinu, vinkona mín á bekk við eldiviðarkass-
ann, jeg á þrífót við borðið. Eldurinn snarkaði í vjelinni
og glóðJieit kaffikannan stóð á lrenni. Við tókum prjón-
ana okkar og nú bar margt á górna. Okkur fanst Iráðum
fátt geta jafnast við að mega nú láta alt fara, sem í hug-
ann kom, svona alveg hispurslaust og óttalaust um að
það færi þá nokkuð lengri. Við ornuðum okkur Jráðar
við langelda liðinna daga og svo barst talið að nútíman-
um.
,,Hvað liefurðu að lesa núna?“ spurði jeg. — ,,Ja, jeg er
nú sjálf hætt að lesa nema titilblöðin, en nýlega spurði
jeg ungan pilt að þessu sama, og sá var fljótur að svara:
„Kroppinlrakur og Klumbufótur“, það eru ágætisbæk-
ur“. — Og líklega eru það helst svona bækur, sem fjöldinn
vill Jesa“. — „Góðu bækurnar eru altaf erfiðari til lestr-
ar“, ansaði jeg, ,,og svo mikið færri, að erfiðara er að
finna þær í öllu þessu flóði. En mikið eru nú lesnar bæk-
ur t. d. Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Kiljans". —
„Já, Kiljan", greip hún fram í, „það fara um mig einhver
ónot, þegar jeg heyri hann nefndan, standandi með rek-
una á aldagömlum sorphaugum mannlífsins, grafandi
upp allskonar mannveruóskapnaði, sem aldrei hafa verið