Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 105
Hlín 103
v il Hvað höfum við með þetta að gera- — Ekki bætir
það nje fegrar lífið“.
,,Hvað finst þjer um Útvarpið?" spurði jeg.
„Það er nú hreint það besta af öllu góðu, sem við gát-
um eignast", kvað hún, „en enginn vinur er alveg galla-
laus, og á jeg þar einkum við hve litlum tíma er eytt fyrir
málefni sveitanna, og má þar ef til vill mest um kenna
tómlæti okkar að senda erindi um okkar áhugamál, og
eins hvað við eigum þar örðuga aðstöðu vegna fjarlægðar.
Jeg get ekki stilt mig um að minnast með eftirsjá á þá
breytingu, sem orðin er á, að hætt var við að útvarpa frá
h jeraðsmótum í Reykjavík, sem var þó beinn tengiliður
við sveitirnar heima, enda engin kvöld meira eftirsótt. —
Líka mætti vera meira af skemtilegum sögum. — Nú og
svo sakna jeg altaf vinanna okkar bestu frá fyrstu dögum
útvarpsins: Jóns Eyþórssonar og Sigurðar Einarssonar, að
mega ekki njóta þeirra meira“. — ,,Já, við konurnar erum
nú altaf svo eigingjarnar í ástum, Sigga mín. — En hvað
linst þjer um sönginn?" spurði jeg. — „Hann er oft ágæt-
ur, einkum kórsöngurinn, en meðferð textanna lijá sum-
um einsöngvurunum mætti vera dálítið betri, því stund-
um linst mjer erfitt að skilja Iivaða tungum Jieir tala,
Jnátt fyrir góðar leiðbeiningar okkar ágæta Páls ísólfs-
sonar. Svo mætti nú mín vegna vera dálítið minna af öll-
um Jæssum tilbreytingum, sónötum og præludium, og
svo jazzmúsikinni og allra lianda tra la la lífsins, sem alt
hefur sama viðlagið: „Kitlar ástin þúsundföld. O, Jrú
verður að vera ein með mjer í kvöld“. — „Já, en góða
mín“, sagði jeg, „J^etta er einmitt það, senr æskan vill
heyra, og það á sínar kröfur til lífsins, því þeirra er fram-
tíðin. Til þess að brúa djúpið, sem aðskilur æsku og elli,
verðum við altaf að reyna að skilja æskuna og vera sann-
gjarnar. Lífskjör okkar eru þannig, einkum sveitafólks-
ins, að náin samvinna þarf að vera í lífi okkar og starli,
gleði og''sorgum". — „Það er hverju orði sannara, blessuð