Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 123
Hlín
121
til a3 inna af höndum sem best vandasamasta kennarastarfið, sem
til er í heiminum.
Margir munu segja sem svo: „Hvað ætli þið lærið á einni
viku?“ —
Það eitt að kynnast grannkonunni nánar er útaf fyrir sig mikils
virði. Af henni gætum við máske mikið lært, ef við værum ekki
of stoltar til þess. Engin kona ætti að líta svo stórt á sig, að hún
gæti ekki eða vildi ekki taka þátt í þessum námsskeiðum. —
Alveg óafvitandi gladdi hún konurnar í sinni sókn, prestskonan
okkar, með því að taka þátt í náminu með okkur, og er þó hennar
heimili til fyrirmyndar á allan hátt.
Að endingu vildi jeg óska þess, að hugheilar þakkir og óskir frá
okkur, þingeysku konunum, sem nutu kenslu Rannveigar Lín-
dal fyrri partinn í vetur, mættu auka henni styrk í hennar óeigin-
gjarna starfi, sem aldrei verður metið til fjár. — Við biðjum þess
allar, að Island njóti sem lengst krafta hennar og sendum henni
okkar hjartans kveðjur. H.
Matthildur í Garði skrifar veturinn 1943—’44: — Nú er bless-
uð tengdamóðir mín horfin, manni finst tómlegra, þó hún væri
orðin mikill vesalingur á líkamanum (blind í 25 ár og rúmföst
síðustu 5 árin). — Þó var hún altaf þetta blessaða ljós, sem aldrei
kvartaði eða fann að neinu og virtist altaf ánægð og glöð. — Þeg-
ar jeg var stundum að segja við hana, að hún ætti ekki eins gott
hjá okkur og hún ætti skilið, þá sagði hún: „Jeg veit ekki hvernig
jeg ætti að eiga betra“. — Þó vissum við, að mörgu var ábóta-
vant, of lítið lesið fyrir hana og margt fleira. — Jeg ljet hana oft
hafa vísur og kvæði, meðan jeg sinti henni, og þá gleymdi hún
óþægindunum. Vísur og heilræði hafði hún fyrir mig fram í and-
látið. — Hún var veinandi, þegar jeg kom til hennar, en þegar
búið var að snúa henni og lagfæra, þá strax róleg og glöð, þetta
er þolinmæði, sem vert er um að tala. — Hugsaðu þjer, hve gott
er að umgangast svona manneskju, sem altaf er glöð og þakklát
fyrir alt, sem gert er fyrir hana, eða þær manneskjur, sem ómögu-
legt er að gera til hæfis, hvernig sem reynt er, og þeim líður altaf
illa.
í mörg ár eftir að Guðný var blind, þrinnaði hún mikið band
fyrir okkur, þar á meðal bandið, sem jeg jurtalitaði. Á þvi sjerðu,
hvernig verkið var unnið, því ekki má vera mikið missnúið það,
sem nota á til útsaums og vefnaðar. — Og eins var verkið á því,
sem hún prjónaði, þangað til rjett síðustu árin.
Guðný var fædd 22. sept. 1847 á Þverá í Laxárdal, og því 96