Hlín - 01.01.1944, Page 126
124
Hlín
og klæða þessar hlíðar. — Skólastjórinn tekur höndum saman við
okkur og ætlar að láta börnin nema þar land.
Svo þú sjerð, að þetta er stór framtíðardraumur og mikið umrót
í kollinum á okkur, sem erum brautryðjendur. F.
Úr Borgarfjarðarsýslu er skrifað veturinn 1943: — Jeg get tek-
ið undir það, sem Jórunn skáldkona í Arnarþórsholti sagði einu
sinni í brjefi til mín:
„Hjer er heldur frjettafátt,
fólk er hlaðið störfum.
Uti og inni á allan hátt
unnið að lífsins þörfum".
Fólk er hjer allsstaðar mjög störfum hlaðið. Hjer gekk fólk með
allra fæsta móti að vinnu í sumar. En 6 börn voru hjer í sumar og
það 7. um tíma. — Það er náttúrlega mikill ábætir við störfin að
þjóna 6—7 börnum. En sum af þeim gátu líka hjálpað til, bæði
með ýmsa snúninga og heyvinnu dálítið. — Svo þykir mjer altaf
skemtilegt að hafa góð börn og unglinga í kringum mig. K.
Úr N.-Þingeyjarsýslu er skrifað veturinn 1943: — Farskólinn
er hjá okkur núna fram að jólum, og hef jeg tvær unglingsstúlkur
á meðan. Gaman að hafa fult hús af fólki, 18 manns í heimili og
heilmikill iðnaður. Elsti sonur minn spinnur á spunavjel niðri í
kjallara, en börnin prjóna á kvöldin peysur með rósabekkjum,
leista og vettlinga, eða sauma krosssaum, og lesa til skiftist upp-
hátt. Kenslukonan og alt prjónar. Jeg hef svo gaman af að koma
inn, þegar jeg get og sest við rokkinn minn stöku sinnum. Það
rifjast upp minningar frá bernskuheimili mínu, þar var margt
fólk og mikið unnið. Þ.
Sveitakona af Suðurlandi skrifar: — Mig langar til að segja
þjer ofurlítið frá ljósunum mínum, blessuðum. Fyrir jólin í vetur
var sett hjer upp 12 volta vindrafstöð, sem lýsir upp íbúðarhúsið,
fjós og hlöðu og hleður útvarpstæki. Stöðin kostaði eitthvað yfir
2000 krónur uppsett með um 20 ljósstæðum. Jeg get ekki lýst
þeirri ánægju, sem þessi blessuð birta veitir manni. Þeim fjölgar
svo ört þessum vindrafstöðvum, að hjer í sveit eru þær komnar á
annað hvort heimili, og allir verða svo glaðir og ánægðir yfir
þeim miklu umskiftum eftir olíutýrurnar. Jeg man þegar jeg fyrst
heyrði þessi ljós nefnd, að jeg óskaði að jeg fengi einhverntíma
samsorta birtu, fyrst ekki var um annað rafmagn að ræða, og nú
er ósk mín uppfylt og vindljós í hverju horni. Okkur hjer líður