Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 126

Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 126
124 Hlín og klæða þessar hlíðar. — Skólastjórinn tekur höndum saman við okkur og ætlar að láta börnin nema þar land. Svo þú sjerð, að þetta er stór framtíðardraumur og mikið umrót í kollinum á okkur, sem erum brautryðjendur. F. Úr Borgarfjarðarsýslu er skrifað veturinn 1943: — Jeg get tek- ið undir það, sem Jórunn skáldkona í Arnarþórsholti sagði einu sinni í brjefi til mín: „Hjer er heldur frjettafátt, fólk er hlaðið störfum. Uti og inni á allan hátt unnið að lífsins þörfum". Fólk er hjer allsstaðar mjög störfum hlaðið. Hjer gekk fólk með allra fæsta móti að vinnu í sumar. En 6 börn voru hjer í sumar og það 7. um tíma. — Það er náttúrlega mikill ábætir við störfin að þjóna 6—7 börnum. En sum af þeim gátu líka hjálpað til, bæði með ýmsa snúninga og heyvinnu dálítið. — Svo þykir mjer altaf skemtilegt að hafa góð börn og unglinga í kringum mig. K. Úr N.-Þingeyjarsýslu er skrifað veturinn 1943: — Farskólinn er hjá okkur núna fram að jólum, og hef jeg tvær unglingsstúlkur á meðan. Gaman að hafa fult hús af fólki, 18 manns í heimili og heilmikill iðnaður. Elsti sonur minn spinnur á spunavjel niðri í kjallara, en börnin prjóna á kvöldin peysur með rósabekkjum, leista og vettlinga, eða sauma krosssaum, og lesa til skiftist upp- hátt. Kenslukonan og alt prjónar. Jeg hef svo gaman af að koma inn, þegar jeg get og sest við rokkinn minn stöku sinnum. Það rifjast upp minningar frá bernskuheimili mínu, þar var margt fólk og mikið unnið. Þ. Sveitakona af Suðurlandi skrifar: — Mig langar til að segja þjer ofurlítið frá ljósunum mínum, blessuðum. Fyrir jólin í vetur var sett hjer upp 12 volta vindrafstöð, sem lýsir upp íbúðarhúsið, fjós og hlöðu og hleður útvarpstæki. Stöðin kostaði eitthvað yfir 2000 krónur uppsett með um 20 ljósstæðum. Jeg get ekki lýst þeirri ánægju, sem þessi blessuð birta veitir manni. Þeim fjölgar svo ört þessum vindrafstöðvum, að hjer í sveit eru þær komnar á annað hvort heimili, og allir verða svo glaðir og ánægðir yfir þeim miklu umskiftum eftir olíutýrurnar. Jeg man þegar jeg fyrst heyrði þessi ljós nefnd, að jeg óskaði að jeg fengi einhverntíma samsorta birtu, fyrst ekki var um annað rafmagn að ræða, og nú er ósk mín uppfylt og vindljós í hverju horni. Okkur hjer líður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.