Hlín - 01.01.1944, Page 129

Hlín - 01.01.1944, Page 129
Hlín 127 unni 1930, og sveitabær ásamt ýmsum útivinnubrögðum að sumri til. — Ríkissjóður hefur nú keypt tvær eldri myndirnar, og er það mjög ánægjulegt, að þessi snildarhandavinna geymist vel, og er sýnd sú sæmd, sem hún á skilið. Frá Sambandi sunnlenskra kvenna: — Kvenfjelagið „Snót“ í Vestmannaeyjum er nýlega gengið í Sambandið. — Fjelagskonur eru 140. Við höfum saumakennara, sem starfar á vegum Sam- bandsins frá 1. okt. til aprílloka. Sambandið styrkir líka sauma- némsskeið í Vestmannaeyjum. Úr Skagafjarðarsýslu er skrifað veturinn 1943: — Jeg get sagt þjer það bara til gamans að í vor fór jeg rúma 50 km. til að kom- ast á kvennafund hjer í sveitinni, var 3 daga í burtu, og þrátt fyr- ir þessa vegalengd mætti meira en helmingur af konunum. — Okkur bagar mest húsnæðisleysið. E. Úr Lundarreykjadal er skrifað veturinn 1943—’44 — Nýlega er látin merkiskonan, Astríður Asmundsdóttir í Múlakoti, hátt á níræðisaldri. Hún var þekt um allan Borgarfjörð og víðar fyrir frábæra handlægni og vandvirkni, bæði við saumaskap og aðra handavinnu. K. Frjettir af skónámsskeiði, sem haldið var i Köldukinn í S.-Þing. vorið 1943: — Nú er nýlokið námsskeiði í skógerð, sem búnaðar- fjelagið í hreppnum stóð fyrir. Kennarinn var Helgi Sigurgeirsson frá Stafni. Kent var á þrem stöðum, tíu daga á hverjum stað. Kenslunnar nutu 60 manns, karlar og konur. Smíðuð voru yfir 160 pör af skóm af ýmsum gerðum. — Kostnaður við námsskeiðið var 1610 krónur. Búnaðarsamband S.-Þing. hefur að undanförnu styrkt svona námsskeið að hálfu leyti og við treystum því að það veiti okkur 800 kr. til þessa námsskeiðs. Um námsskeiðið sjálft er ekki mikið að segja fram yfir það sem þegar er tekið fram. En allir, sem að því stóðu, bæði þeir, sem veittu því forstöðu og þeir sem lærðu, eru í besta lagi ánægðir með árangurinn. — Þarna voru smíðaðir skíðaskór, verkamannaskór, á konur og karla, reiðstígvjel, inni- skór, karla og kvenna og barnaskór. — Undantekningarlítið má segja að verkið væri vel af hendi leyst og sumt prýðilega, enda er kennarinn ágætur. Hver árangur verður af þessu í framtíðinni er undir því komið hvernig gengur að fá efni og éhöld til skósmíða. Áhöld eru að vísu ekki margbrotin, helst ekki önnur en skóleistar úr trje. Einstaka menn eru svo vel hagir, að þeir geta smíðað leista handa sjer, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.