Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 129
Hlín
127
unni 1930, og sveitabær ásamt ýmsum útivinnubrögðum að sumri
til. — Ríkissjóður hefur nú keypt tvær eldri myndirnar, og er
það mjög ánægjulegt, að þessi snildarhandavinna geymist vel, og
er sýnd sú sæmd, sem hún á skilið.
Frá Sambandi sunnlenskra kvenna: — Kvenfjelagið „Snót“ í
Vestmannaeyjum er nýlega gengið í Sambandið. — Fjelagskonur
eru 140. Við höfum saumakennara, sem starfar á vegum Sam-
bandsins frá 1. okt. til aprílloka. Sambandið styrkir líka sauma-
némsskeið í Vestmannaeyjum.
Úr Skagafjarðarsýslu er skrifað veturinn 1943: — Jeg get sagt
þjer það bara til gamans að í vor fór jeg rúma 50 km. til að kom-
ast á kvennafund hjer í sveitinni, var 3 daga í burtu, og þrátt fyr-
ir þessa vegalengd mætti meira en helmingur af konunum. —
Okkur bagar mest húsnæðisleysið. E.
Úr Lundarreykjadal er skrifað veturinn 1943—’44 — Nýlega
er látin merkiskonan, Astríður Asmundsdóttir í Múlakoti, hátt á
níræðisaldri. Hún var þekt um allan Borgarfjörð og víðar fyrir
frábæra handlægni og vandvirkni, bæði við saumaskap og aðra
handavinnu. K.
Frjettir af skónámsskeiði, sem haldið var i Köldukinn í S.-Þing.
vorið 1943: — Nú er nýlokið námsskeiði í skógerð, sem búnaðar-
fjelagið í hreppnum stóð fyrir. Kennarinn var Helgi Sigurgeirsson
frá Stafni. Kent var á þrem stöðum, tíu daga á hverjum stað.
Kenslunnar nutu 60 manns, karlar og konur. Smíðuð voru yfir 160
pör af skóm af ýmsum gerðum. — Kostnaður við námsskeiðið var
1610 krónur.
Búnaðarsamband S.-Þing. hefur að undanförnu styrkt svona
námsskeið að hálfu leyti og við treystum því að það veiti okkur
800 kr. til þessa námsskeiðs. Um námsskeiðið sjálft er ekki mikið
að segja fram yfir það sem þegar er tekið fram. En allir, sem að
því stóðu, bæði þeir, sem veittu því forstöðu og þeir sem lærðu,
eru í besta lagi ánægðir með árangurinn. — Þarna voru smíðaðir
skíðaskór, verkamannaskór, á konur og karla, reiðstígvjel, inni-
skór, karla og kvenna og barnaskór. — Undantekningarlítið má
segja að verkið væri vel af hendi leyst og sumt prýðilega, enda er
kennarinn ágætur.
Hver árangur verður af þessu í framtíðinni er undir því komið
hvernig gengur að fá efni og éhöld til skósmíða. Áhöld eru að vísu
ekki margbrotin, helst ekki önnur en skóleistar úr trje. Einstaka
menn eru svo vel hagir, að þeir geta smíðað leista handa sjer, en