Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 131
Hlín
129
Kafli úr ræðu við skólaslit vorið 1944.*)
Það sem oftast hvarflar í huga minn um þessar mundir, er
afstaða íslensku þjóðarinnar til hins mikla viðburðar, sem nú á
að ske á þessu vori, og get jeg ekki látið vera að minnast á hann
við ykkur, áður en við skiljum. Þessi atburður, sem jeg á við er
sá, að þjóðin hlýtur nú loks aftur fult og óskorað vald yfir öllum
sínum málum, eftir nálega 7 alda bil — ræður nú hjer eftir ein sín-
um lögum og lofum — óháð erlendum ríkjum og valdhöfum
þeirra.
Við, sem nú lifum, verðum lítillar breytingar vör, a. m. k. ekki
í bili, þó þessi stóra, langþráða stund renni upp. Það eru hinar
fyrri kynslóðir, sem hefðu haft aðra sögu að segja, ef hún hefði
runnið upp í þeirra tíð, þær kynslóðir, sem urðu að lifa við og
þola allskonar órjettlæti og ófrelsi, sem því er samfara, að vera
háður og undirokaður af erlendri þjóð. Ekki höfum við, sem nú
lifum, átt við ófrelsi nje harðrjetti að búa af sambandsþjóð okk-
ar, ekki þurft að berjast harðri baráttu gegn skilningsleysi hennar
og ósanngirni. Sú öld er fyrir okkar daga liðin. Það eru forvígis-
menn fyrri kynslóða, er smám saman hafa unnið frelsið okkur til
handa, það eru þeir, sem hafa liðið og barist og búið í haginn
fyrir okkur. En hvað höfum við, sem nú lifum lagt á okkur til
þess, að einmitt við skulum öðlast þetta dýrmæta hnoss — sjálf-
stæði lands og þjóðar? Þetta er spurningin, sem jeg vildi að hver
einasti Islendingur Iegði fyrir sig á þessum tímamótum, en eink-
um þó hinir yngri, sem landið og frelsið eiga að erfa. Höfum við
ekki, sem nú lifum, hlotið hnossið eins og gjöf frá fyrri kynslóð-
um? Jú. En eruð þið mjer ekki sammála um það, kæru náms-
meyjar, að það er bæði óþægilegt og óverðugt að þiggja dýrmæta
gjöf, nema maður finni sig á einhvern hátt hafa til hennar unnið?
Jeg veit, að svo muni ykkur finnast. -— Þessvegna segi jeg við
ykkur, ungu meyjar, einmitt ykkur, sem landið og frelsið erfið:
„Hafið í hverri athöfn ykkar velferð og sóma lands okkar og
*) Greinin kom, því miður svo seint, að hún komst ekki þar í
ritið, sem til var ætlast. Höfundur verður að afsaka að greinin
lendir í smælkinu.
9