Hlín - 01.01.1944, Page 132
130
Hlín
þjóðar í huga, og veljið helst það starfssvið, er þið getið sýnt
þetta tvent í verki“.
„Nú ganga yfir þjóð okkar viðsjárverðir tímar“, segir eldra
fólkið í landinu. Jú, jeg get ekki neitað því, að okkur hinum eldri
finst það. — Okkur finst að margt fraekomið, sem líklegast sje
til að geta borið fagran ávöxt, glatist sí og æ á þessum tímum í
ölduróti tískuglaums og sjálfshyggju. Ættjarðarástin, sú hin helga
og háleita tilfinning, verður einatt að þoka fyrir hinum lægri og
lítilsverðari kendum.
Ekkjan við ána, „hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan
blett“. — Hún verður ekki talin í sögunni meðal sjálfstæðishetja
þjóðarinnar, en samt er það hún og hennar líkar, sem á hörmunga-
tímum þjóðarinnar, vörnuðu því með þolgæði sínu og þrautseigju,
að þjóðin yrði svelt inni og kynstofninn í landinu úrættaðist, eða
yrði jafnvel aldauða. — Hún er því ein af miklu gefendunum, og
þrátt fyrir breytt lífsskilyrði ein af fyrirmyndunum. Hún erjaði
blettinn sinn uns bakið bognaði — hún vissi hvað harðrjettið var,
en veitti þó gestum og gangandi af sinni miklu fátækt. Og í hjarta
þess, sem elskar blettinn sinn, felst frækorn til ennþá víðtækari
ættjarðarástar. Ekkjan við ána hafði ekki tækifæri til að kynnast
nema þessum eina bletti af landinu. Oðru máli er að gegna með
okkur, sem nú lifum. Við eigum kost á að sjá og skoða alla dýrð
og dásemd þess, allan vanmátt þess í auðnunum, alt hið óendan-
lega, þar sem þúsundir verkefna bíða okkar.
„Og í sjálfs þíns brjósti bundnar
blunda raddir náttúrunnar".
Leysum þá rödd úr læðingi, lofum henni að tala, látum Islands
lag óma í hjarta okkar í öllu okkar lífi og starfi, innan heimilis og
utan þess, „eins í gleði, eins í harmi“.
Aldrei mun íslensku þjóðinni hafa riðið meira á því en nú að
eignast sanna syni og dætur, þar sem búast má við hinu mesta J
rótleysi og upplausn eftir hið sjerstæða ástand, sem átt hefur sjer
stað í landinu um hríð. — Hlutverk okkar þarf því að vera, að
vinna af alhug gegn rótleysinu í þjóðlífinu, ganga í lið með hinum
gróandi öflum í verki og anda, láta fræið, sem í hjarta okkar felst,
ekki glatast heldur bera þúsundfaldan ávöxt. Þá þurfum við ekki
að bera kinnroða fyrir því, að hafa verið til þess kjörnir, að taka
við gjöfinni miklu, sem okkur hlýst í vor.
Kennari.