Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 133
Hlín
131
Lindin.
ÆFINTÝRI, FLUTT Á KVENFJELAGSFUNDI.
Langt fram til heiða spratt upp fögur og tær lind, holan hennar
var að verða barmafull, og hana langaði til að leita sjer framrás-
ar, en það var hægra ort en gert. Að sönnu lá hún í svolítilli gras-
laut, en alt í kring var grjóturð, og steinarnir virtust ekki líklegir
til að þoka sjer burtu, eða greiða veg hennar á nokkurn hátt. —
„Ó, jeg kemst hvergi,“ andvarpaði hún. — „Því viltu fara burtu.
Fer ekki vel um þig hjerna?“ sagði steindepillinn, sem hoppaði
glaður stein af steini. — „Nei,“ suðaði lindin, „jeg hlýt að renna af
stað, afl mitt vex daglega, og jeg þrái svo að sameinast hafinu
fagra, sem heiðlóan lýsti fyrir mjer, þegar hún sat hjá mjer, er
sólin reis af blundi og gylti láð og lög. En jeg er svo hrædd, mjer
ógna þessir steinar, vegalengdin, torfærurnar og svo margt og
margt, sem jeg þekki ekki en getur þó orðið á leið minni.“
Þá þaut fjallablærinn mjúklega í grasinu og hvíslaði: „Áfram,
áfram, aldrei þreytast skaltu, ýmislegt þó tefji þína leið, gegnum
urðir beint að hafi haltu, hreysti og þolni bæta hverja neyð.“ —
Og vindurinn þyrlaði lindinni í einn sveip, svo aldan braut skarð í
mosavegginn kringum hana, og lindin rann af stað. — „Svo þarf
nú ekki sagan þjer að segja hvað það var langvinn glíma“ að
krækja fram hjá steinum og safna í sig krafti til þess að rífa sund-
ur malaröldur og moldarkögla, er í vegi stóðu, en áfram, áfram
hjelt lindin. Og svo var það einn sólroðinn vormorgun eftir sval-
andi regnskúr, að hún kom fram á heiðarbrúnina. — Hver mót-
spyrna, er hún hafði yfirunnið, veitti henni þrek, og afl hafði henni
aukist fré smálækjum, sem í hana höfðu runnið, og hlýjum skúr-
um. — Og nú — nú lá dalurinn fyrir framan, sem blátæra áin
rann eftir, og lengra burtu brosti við hafið, himinblátt með hvít-
um öldum. Og við fætur hennar lá farvegur til árinnar, að sönnu
þröngur og krókóttur, en þó óslitinn. — Og dansandi, hlæjandi,
hoppandi og spriklandi af gleði fleygði hún sjer fram af brúninni
í hvítfyssandi fossi. Nú var hún þess fullviss, að hún, þrátt fyrir
alt, næði að sameinast hafinu.
Þannig er æfintýrið. En sje það satt, að í öllum æfintýrum felist
nokkur sannleikur, þá er eftir að þýða það. — Nú er því svo far-
ið, að draumar eru þýddir á marga vegu, og eins veit jeg að muni
9*