Hlín - 01.01.1944, Síða 138
136
Hlín
Á þeim árum, sem mikið atvinnuleysi ríkti hjer á landi, og
menn voru hvattir til að láta skrá sig. í>á voru það aðeins fáar
konur, sem gáfu sig fram (e. t. v. ein á móti hundraði). — Það er
táknrænt þetta, og ánægjulegt til þess að vita, að konur heimta
ekki strax atvinnubætur, en bjargast með fjölhæfni sinni til starfa.
Gera líka margar minni kröfur.
Gömul Sambandskona á Norðurlandi skrifar haustið 1943: —
Jeg varð hálfáttræð 18. sept. í haust. Samt var jeg í kaupavinnu
frá 1. maí til sept.loka. Jeg var ráðskona, það voru 3 manneskjur
í heimili og svo kaupamaður, svo gekk jeg að rakstri á milli mála,
en dugleg var jeg nú ekki. Nú er jeg heima og hvíli mig eftir
stritið. S.
Breiðfirska kvermasambandið hefur Iátið búa til merki, sem
fjelagskonur bera, og nota sem brjóstnál, erþaðbreiðfirskurbátur.
Merkið er mjög snoturt.
’Frá Kveníjelaéinu „Hvöt“, Árskógshreppi: — Fjelagið lagði
fram 1200 kr. til skóla- og samkomuhúss sveitarinnar og 500 kr.
til raflýsingar sama húss.
Frá Sambandi vestfirskra kvenna: — S. V. K. heldur nú 14.
ársfund sinn, 21. júlí, í Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp á veg-
um Kvenfjelagsins „Sunna“ í Reykjarfjarðarhreppi. — Venjan er
að hafa fundina að vorinu, en samgöngur eru svo erfiðar á Vest-
fjörðum, að oft getur dregist fram á sumar að bílvegurinn yfir
Breiðdalsheiði opnist, en þá er hægt að komast til Súgandafjarð-
ar, Onundarfjarðar og Dýrafjarðar, annars eru ferðalög aðallega
sjóleiðis hjer vestra. Þó heiðarvegurinn sje aðeins fær um hásum-
arið og moka þurfi jafnan síðasta sprettinn, er að þessum bílvegi
mikið hagræði.
Fundirnir eru haldnir til skiftis hjá fjelögunum. — Sambandið
veitir styrki til þeirra kvenfjelaga, sem koma á hjá sjer verklegum
námsskeiðum (á s.l. vetri 5), en tilfinnanleg vöntun er á kennur-
um til námsskeiðanna.
A s.l. hausti andaðist á Þingeyri merkiskonan Estíva Björns-
dóttir, kona Guðmundar Sigurðssonar, vjelsmiðs. Hún hafði verið
formaður vestfirska kvennasambandsins um 10 ára skeið, hafði
hún látið af formensku fyrir 2 árum vegna vanheilsu. Var fráfall
hennar mikill missir fyrir fjelagsskapinn, því hún var mjög starf-
hæf kona og fjelagslynd. Utför hennar fór fram frá heimili hennar
á Þingeyri. Stjórn Sambandsins fylgdi henni til grafar. — Vil jeg
með fáum orðum lýsa útförinni. — Er við fórum á stað frá ísa-