Búnaðarrit - 01.01.1989, Qupperneq 13
Það dróst hins vegar nokkuð að stjórn B.í. fengi áheyrn hjá fjármálaráð-
herra og af þeim fundi varð fyrst 6. apríl.
Málin voru þá á sama hátt lögð fyrir hann og þess þá m.a. farið á leit að
hann tilnefndi mann af sinni hálfu til að fjalla um málið. Ráðherra tók þessu
vel og vænti stjórn B.í. þess aðbráðlega yrði tekið á þessum málum á vegum
stjórnarflokkanna þriggja. Vitað var að landbúnaðarráðherra fékk fljótlega
fyrir því formlegt samþykki í ríkisstjórninni að svo yrði gert. Pað urðu hins
vegar mikil vonbrigði hve það dróst vikum og mánuðum saman að tilnefnt
yrði í nefndina af hálfu fjármálaráðherra. Stöðugt var haft samband við
landbúnaðarráðherra og var ljóst að það var síst að hans vilja hve seint
gekk. En skemmst er af því að segja að það var fyrst hinn 30. ágúst að
fullskipað var í margumrædda nefnd, en hana skipuðu alþingismennirnir
Alexander Stefánsson, Egill Jónsson og Jón Sæmundur Sigurjónsson.
Nefndin tók þá strax til starfa, kom fyrst til fundar í Búnaðarfélaginu 1.
sept. og fékk þá margháttuð gögn, síðan var hlé á störfum vegna stjórnar-
skiptanna. Eftir stjórnarskiptin fól Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar-
ráðherra, sömu mönnum að vinna áfram og með þeirn Álfhildi Ólafsdóttur,
aðstoðarmanni sínum. Að niðurstöðum starfs þeirra verður síðar vikið.
Eins og að framan er getið taldi stjórn félagsins nauðsynlegt að skilgreina
svo sem frekast væri kostur störf Búnaðarfélagsins eftir eðli viðfangsefna,
þannig að meta mætti hvað teldist til hins félagslega þáttar í störfum
félagsins og hver væri kostnaður af honum. Um þetta var rætt við
landbúnaðarráðherra á nokkrum fundum og í samráði við hann og aðstoð-
armann hans var unnin sérstök greinargerð, þar sem starfsemin var greind í
fjóra meginþætti:
1. að beinni framkvæmd laga;
2. að leiðbeiningum og ráðgjöf í samræmi við ákvæði laga;
3. þjónustu við landbúnaðinn; bændur, félög og stofnanir, sem vinna að
landbúnaðarmálum;
4. störf að félagslegum málum.
Hver þáttur var nánar skilgreindur og á grundvelli þessa mats gerð tillaga
um, hvað af heildarkostnaði við störf félagsins teldist kostnaður við hinn
félagslega þátt. Jafnframt þessu gerði stjórnin grein fyrir því, hvaða
mannafla hún teldi nauðsynlegt að félagið hefði í þjónustu sinni til að
starfsemin gæti verið meðeðiilegum hætti. I samræmi við það, sem um hafði
verið rætt, lagði stjórnin þetta fyrir ráðherra sem drög að samkomulagi á
milli B.í. og ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Tekið var fram, að með
tilliti til hugsanlegra breytinga á skipulagi leiðbeiningaþjónustunnar gilti
samkomulagið að því leyti, sem síðari breytingar kynnu að raska því, aðeins
fyrir árið 1989. Er stjórnin gekk á fund ráðherra hinn 18. ágúst, þar sem
með honum voru ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri, gat ráðuneytið ekki
fallist á að ganga til slíks samkomulags. Vitnað var til þess að mál
11