Búnaðarrit - 01.01.1989, Qupperneq 78
lands. í þessu verkefni eru í fyrsta sinn, okkur vitanlega, gerðar nákvæmar
vaxtarmælingar á bleikju við mismunandi hitastig, allt frá seiðum og fram
að markaðsstærð. Sérstök áhersla verður lögð á vaxtarrannsóknir við lágt
hitastig, svo betur sé hægt að gera sér grein fyrir möguleikum á bleikjueldi
við slíkar aðstæður. Ætlunin er svo að tengja þetta verkefni við fyrrgreint
markaðsverkefni á þann hátt, að bleikja úr tilraunaeldinu verður notuð í
markaðsathugun.
Fiskeldishópur Búnaðarfélags íslands, sem í eru auk mín Haraldur
Árnason, Ketill A. Hannesson og Magnús Sigsteinsson, hefur starfað mikið
á árinu. Höfum við farið og skoðað margar eldisstöðvar af ýmsum gerðum
og eru þær ferðir liður í „endurmenntun“ og reynsluöflun fiskeldishópsins.
Mikið var um fyrirspurnir varðandi fiskeldi, bæði um almennar leiðbeining-
ar sem og beiðnir um vettvangsrannsóknir víða um land. Vann fiskeldishóp-
urinn, ýmist sem heild eða hluti hans, úr þessum fyrirspurnum. Farið var
um landið allt og gerðar vettvangsrannsóknir, mælt fyrir vatnsveitum og
athugaðir vatnsöflunarmöguleikar. Mikil vinna var lögð í heildarkönnun og
arðsemismat í fiskeldisstöð á Barðaströnd, og var þá hannað líkan til að
framkvæma slíkt mat. Þetta líkan hefur reynst vel og hefur það verið notað
við fleiri áætlanagerðir á árinu.
Ég fór í mörg ferðalög innanlands á árinu. Reynt hafði verið að safna
fyrirspurnum þannig að ferðirnar nýttust sem best. Farið var í sex lengri
ferðalög, í Borgarfjörð, tvær ferðir á Snæfellsnes og Dalasýslu, um Vest-
firði, Norðurland og Austurland. Suðurland var heimsótt nokkuð oft, bæði
í tengslum við bleikeldisverkefnið og einnig voru gerðar nokkrar vettvangs-
athuganir. Samtímis því að svara beiðnum um athuganir var reynt að
heimsækja fiskeldisbændur, bæði til að reyna að leiðbeina þeim og einnig til
að Iæra af reynslu þeirra og safna henni saman. Það hefur ekki verið gert
áður á skipulegan hátt. Er ætlunin að vinna úr þessum upplýsingum í
samvinnu við Veiðimálastofnun fljótlega.
Á þessum ferðalögum varð ég var við mikinn áhuga á eldismálum,
sérstaklega kom á óvart áhugi á ála- og rækjueldi. Annars var mest spurt um
lax og er leið á árið einnig um bleikju.
Nú þegar þetta er skrifað er ennþá verið að vinna úr athugunum síðast
liðins árs.
Á árinu var gerður kynningarbæklingur um Fiskeldishópinn. Einnig var
hópurinn kynntur í Búnaðarþætti Ríkisútvarpsins og á námskeiði á Iðn-
tæknistofnun íslands.
I mars hélt ég erindi á Bændaskólanum á Hvanneyri. I apríl sat ég
Hafbeitarráðstefnu Veiðimálastofnunar og kynningu ístess á sjókvíum.
Dagana 27.-28. október sat ég námstefnu Háskóla íslands um fiskeldi. í
nóvember skipulagði ég heimsókn fulltrúa norska fyrirtækisins
Apothekernes Latoratorium A.S., en hann flutti erindi fyrir dýralækna um
76