Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 69
Fóðurráðunauturinn
Árið 1988 starfaði ég sem fóðurráðunautur
hjá Búnaðarfélaginu. Auk sfarfa á því sviði
voru verkefnin á árinu af ýmsu tagi og afar
fjölbreytileg. í eftirfarandi starfsskýrslu mun
ég gera grein fyrir helstu viðfangsefnum
mínum í störfum fyrir Búnaðarfélagið.
Loðdýrarœkt
Starf mitt á sviði loðdýraræktar markaðist að
nokkru leyti af þeim margvíslegu og vaxandi
erfiðleikum, sem greinin glímdi við á árinu.
Eins og árið á undan hafði ég með höndum
gerð fóðurlista fyrir allar fóðurstöðvarnar að
tveimur undanskildum, þar sem fóðurlista-
gerðin var í höndum héraðsráðunautar og/eða heimamanna. Ennfremur
gerði ég fóðurlista fyrir þá bændur, sem framleiða eigið blautfóður.
Fóðurlistarnir voru gerðir í samræmi við hráefnisúrval hjá hverri fóðurstöð.
Auk þess voru gerðar magnáætlanir fyrir hvert fóðurtímabil og árið í heild
með það í huga, að auðvelda forsvarsmönnum stöðvanna skipulag hráefnis-
kaupa og gerð rekstraráætlana.
í upphafi ársins heimsótti ég fóðurstöðvarnar á Norðurlandi og átti fundi
með forsvarsmönnum þeirra. Á fundunum var fjallað vítt og breitt um
fóðurgerð, reksturog starfsemi stöðvanna. Ég lagði einkum áherslu á aukin
tengsl stjórnarmanna (bænda) við daglegan rekstur svo og aukið upplýs-
ingastreymi til bænda um það, sem er að gerast í stöðvunum á hverjum tíma.
Sams konar fundir voru einnig haldnir með forsvarsmönnum flestra hinna
stöðvanna. Auk þess heimsótti ég stöðvarnar nokkrum sinnum á árinu bæði
í tengslum við fóðurlistagerðina og annað. Ég tel að umræddir fundir hafi
verið gagnlegir. Hins vegar á ég von á því að enn betri árangur hefði náðst í
fóðurgerð á árinu, ef ekki hefði komið til verulegur fjárhagslegur rekstrar-
vandi, sem tók augljóslega mikinn tíma og starfsorku þeirra, sent sáu um
daglegan rekstur stöðvanna.
í september og október heimsótti ég nokkur loðdýrabú í Skagafirði,
Eyjafirði og á Suðurlandi ásamt héraðsráðunautum á hverju svæði. Tilgang-
ur heimsóknanna var að kanna ástand dýranna og fylgja eftir fóðurlista-
gerðinni. Á þeim búum, sem heimsótt voru, var ekki unnt að greina
áberandi næringarfræðileg vandamál svo sem blóðleysi eða hvítull. Á
Gunnar Guðmundsson
67