Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 61
Ritstörf
Nær öll riststörf mín á árinu voru tengd útgáfu Hrossaræktarinnar. Þó
birtist eftir mig grein í þýsku búfjárræktartímariti (birtist raunar seint á
árinu 1987). Hún fjallar um gerð kynbótaáætlana og var í raun mastersrit-
gerð mín frá árinu 1986. Efficiensy of three-stage selection of stallions. Dr.
Þorvaldur Árnason og dr. Lennart Norell, stærðfræðingur, voru meðhöf-
undar mínir að þessari grein. Nú í ár mun dr. Norell birta grein um
stærðfræðilegan grunn aðferðanna og við Þorvaldur erum meðhöfundar.
Hrossaræktin 1987 kom út upp úr miðjum febrúar, mikil að vöxtum eða
256 síður. Vinnsla ritsins heppnaðist vel og urðu viðtökur hrossaræktenda
svo góðar að þessi 3. árgangur ritsins er nú nær uppseldur og hinir eldri tveir
alveg.
Fundir, námskeið og nefndarstörf.
Égsat Ráðunautafund B.í. og RALA í Reykjavík í annarri viku febrúar.
í þeirri sömu viku efndum við Þorkell Bjarnason til almennra fræðslufunda
fyrir hrossaræktendur og voru kynntar þar nýju aðferðirnar við mat
undaneldishrossa (BLUP) og helstu niðurstöður þeirra fyrir árið 1988. Við
mættum á fundi í Borgarnesi 9/2, á Selfossi 10/2 og í Reykjavík 11/2.
Hliðstæðan fund héldum við á Akureyri 18/3.
Á árinu kom ég einu sinni fram í Búnaðarþætti Rásar 1, en Ólafur R.
Dýrmundsson átti við mig viðtal um hrossakynbætur þann 12/2 og var því
útvarpað skömmu síðar.
Fræðslustarfið í hrossaræktinni efldist á árinu. Munaði þar mjög um að
Hólaskóli efndi til almenns námskeiðs í kynbótum hrossa. Það námskeið
var fyrst haldið um helgina 27-28/2 og var síðan endurtekið í tvígang. Ég
kenndi á námskeiðinu 27-28/2 og á fyrri endurtekningunni auk þess sem ég
lagði mikla vinnu í undirbúninginn. Námskeið þetta mæltist vel fyrir og
ætlar Hólaskóli að efla þetta starf í vetur. Hér er vert að geta ágæts starfs
Þóris M. Lárussonar, kennara á Hólurn, og Víkings Gunnarssonar, ráðu-
nauts á Sauðárkróki, viðkomandi þessum námskeiðum.
Búnaðarfélag íslands efndi til námskeiðs fyrir kynbótadómara eins og
árið áður og var það nú haldið á Hvanneyri 15. og 16. apríl. Við Þorkell
Bjarnason vorum leiðbeinendur ásamt með Þóri M. Lárussyni, kennara á
Hólum. Einnig aðstoðaði Ingimar Sveinsson, kennari á Hvanneyri, okkur
við framkvæmdina. Því miður verður að segjast eins og er að námskeiðið
mistókst að nokkuru leyti (afar óhagstætt veður, ekki næg nýbreytni í
efnistökum frá fyrra ári og svo frv.).
Snemma á árinu fól stjórn Búnaðarfélagsins Þorkeli Bjarnasyni, Pétri
Hjálmssyni og mér að kanna lög og reglugerðir er merkingar hrossa varðar
og sernja greinargerð til stjórnarinnar að athugun lokinni. Þetta var gert
vegna framkominna harðra mótmæla frá aðalfundi Félags hrossabænda við
59