Búnaðarrit - 01.01.1989, Side 86
Á árinu þurfti ég að leggja talsverða vinnu í uppgjör frá landbúnaðarsýn-
ingunni BÚ’87.
Uppgjöri vegna sýningarinnar er að mestu lokið nú um s.l. áramót, en
ennþá á BÚ’87 ógreiddar kröfur hjá tveim búvélainnflytjendum, sem hættu
starfsemi á árinu.
Að venju var ég prófdómari í tæknigreinum við búvísindadeildina á
Hvanneyri og flutti fyrirlestra um landbúnaðarbyggingar á báðum bænda-
skólunum.
Ráðstefnur og námskeið.
Ég sótti ráðstefnu ráðunauta í loðdýrarækt, sem haldin var á Hvanneyri í
febrúar. Flutti égþarerindi um innréttingar í loðdýrahúsum. Dagana27. og
28. október sótti ég námsstefnu í fiskeldi, sem haldin var í Reykjavík á
vegum Háskóla íslands. Ég sat tveggja daga tölvunámskeið hjá BÍ í
desember í notkun töflureikna.
Dagana 8.-10 nóvember sótti ég ráðstefnu tæknideildar NJF, sem haldin
var í Halmstad í Svíþjóð. Ráðstefna þessi fór fram í þrem deildum og var
fjallað um ýmis atriði varðandi landbúnaðarbyggingar, vélar og vinnurann-
sóknir. Ég sat aðallega fundi í byggingadeild. Þar var fjallað um mörg
áhugaverð vandamál varðandi umhverfismengun og aðbúnað húsdýra í
ljósi nýrra og strangari reglugerða þar um.
Ferðalög innanlands.
Ég heimsótti allmarga bændur á árinu til þess að leiðbeina þeim um ýmis
atriði varðandi endurbætur á gripahúsum eða nýbyggingar. Oft fóru
héraðsráðunautar með mér í slíkar heimsóknir. Ég kom á nokkra bæi í
Eyjafirði með Ólafi Jónssyni, dýralækni hjá Rannsóknastofu mjólkuriðnað-
arins, í þeim tilgangi að leiðbeina viðkomandi bændum um endurbætur á
loftræstingu eða öðrum atriðum í fjósum þeirra, sem dregið gætu úr hættu á
júgurbólgu.
Ég heimsótti allmargar fiskeldisstöðvar á árinu til að afla mér upplýsinga
um ýmsa þætti í hönnun og rekstri þeirra. Gjarnan vorum við nokkrir
félagar úr fiskeldishópnum saman í slíkum ferðum. Þær stöðvar, sem ég
kom á, voru þessar; Fljótalax, Miklilax og Hólalax í Skagafirði, Atlantslaxí
Sandgerði, Smári og Fjörfiskur í Þorlákshöfn, Fellsmúli í Landssveit,
Spóastaðir í Biskupstungum, Snælax og Lárós í Grundarfirði og skoðuð var
hafbeitaraðstaða í Hraunsfirði á Snæfellsnesi og á Kverngrjóti í Dölum.
Með heimsóknum í fiskeldisstöðvarnar höfum við í fiskeldishópnum sótt
okkur margvíslega þekkingu til að grundvalla leiðbeiningar okkar á.
I maímánuði fórum við Haraldur Árnason vestur að Haga á Barðaströnd
til þess að mæla fyrir vatnsveitu í væntanlega fiskeldisstöð og finna
mannvirkjum heppilegan stað. Hagavaðallinn er talinn henta vel til að
84