Búnaðarrit - 01.01.1989, Page 206
8. gr.
Búnaðarfélag íslands og búnaðarsambönd annast leiðbeiningaþjónustu í
búfjárrækt.
Leiðbeiningaþjónusta í búfjárrækt, sem styrks nýtur af opinberu fé, skal
vera svo sem hér segir:
a) Ráðunautar búnaðarsambanda (héraðsráðunautar). Stjórn Búnaðar-
félags íslands gerir tillögur til landbúnaðarráðherra um skiptingu
þeirra á milli búnaðarsambanda eða samtaka þeirra á grundvelli
tillagna hinna einstöku búfjárræktarnefnda.
b) Landsráðunautar í búfjárrækt skulu vera í öllum búgreinum sem
stundaðar eru af bændum í landinu. Enn fremur skal Búnaðarfélag
íslands veita leiðbeiningar í æðarrækt. Heimilt er að störf landsráðu-
nauta séu hlutastörf ef umfang viðkomandi búgreinar krefst ekki
heillar stöðu eða fjárveitingar eru takmarkaðar. Landbúnaðarráðherra
ákvarðar fjölda landsráðunauta að fengnum tillögum Búnaðarfélags
Islands.
Hlutverk ráðunauta er að veita faglegar leiðbeiningar um ræktun og
hirðingu búfjár, og hvetja til framfara í framleiðslu búfjárafurða, m.a. með
kynningu á niðurstöðum rannsókna og annarra nýjunga, sem að gagni geta
orðið í ræktunarstarfinu.
Ráðunautar skulu hafa kandidatspróf í búfræði eða sambærilega mennt-
un.
Óheimilt er að fela iandsráðunaut framkvæmdastjórn búfjárræktarsam-
bands/búgreinasamtaka, eða önnur störf, sem ekki teljast til faglegra
leiðbeininga eða ráðgjafar fyrir viðkomandi bændur.
Ríkissjóður greiðir kostnað við störf landsráðunauta, en 65% af launum
og ferðakostnaði héraðsráðunauta.
Landbúnaðarráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um menntun og
starfssvið ráðunauta svo og um launakjör og ferðakostnað, sem þátttaka
ríkissjóðs skal miðuð við, að fengnum tillögum Búnaðarfélags íslands.
9. gr.
Ríkissjóður tekur þátt í stofnun og rekstri ræktunarstöðva fyrir búfé svc
sem hér segir:
a) Með greiðslu allt að helmingi stofnkostnaðar einnar ræktunarstöðvar
fyrir hverja búfjártegund, enda þjóni hún öllum bændum í viðkomandi
grein.
Með ræktunarstöð er átt við; sœðingastöð, uppeldisstöð fyrir kynbóta-
gripi eða stofnrœktarbú til ræktunar verðmætra búfjárstofna vegna sameig-
inlegs ræktunarstarfs búgreinar. Heimilt er að hafa ræktunarstöðvar fleiri
en eina fyrir hverja grein, enda liggi fyrir sérstakar ástæður sem landbúnað-
arráðherra metur gildar, að fengnum tillögum Búnaðarfélags Islands. Nýta
skal aðstöðu á búum ríkisins í þessum tilgangi eftir því sem hún leyfir.
204