Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 183
20. gr.
Styrk má því aðeins veita, að fullnægt sé eftirtöldum skilyrðum:
a) Að Skógrækt ríkisins hafi gert sérfræðilega athugun á skógræktarskil-
yrðum á svæðinu og skógræktarstjóri staðfest skógræktaráætlun fyrir
þau lönd, er til greina koma. Áður en skógræktarstjóri staðfestir
áætlun, skal afla umsagnar viðkomandi búnaðarsambands og sam-
þykkis jarðanefndar, sveitarstjórnar og Skipulags ríkisins á ráðstöfun
lands til ræktunar nytjaskóga samkvæmt skógræktaráætlun.
b) Að fyrir liggi samningur milli Skógræktar ríkisins og viðkomandi
ábúanda og/eða jarðeiganda, staðfestur af landbúnaðarráðuneytinu. í
þeim samningi skal m.a. kveðið á um stærð og mörk skógræktarlands-
ins, framkvæmdir, skiptingu stofnkostnaðar, meðferð landsins og
skyldur jarðeiganda eða ábúanda og ríkisins.
Jafnframt skal kveðið á um, hvernig með skuli fara, ef landeigandi vill
leysa land sitt frá skyldum, sem á því hvíla samkvæmt samningnum, svo
og skyldu jarðeiganda eða ábúanda til að endurgreiða. Jafnframt skal
kveðið á um skyldu jarðeiganda til að endurgreiða Skógrækt ríkisins
3% af brúttóandvirði afurða, þegar þær falla til, og rennur það fé í
sérstakan sjóð í vörzlu Skógræktar ríkisins til endurnýjunar sama
skóglendis.
Samningi samkvæmt b-lið þessarar greinar skal þinglýsa sem kvöð á
viðkomandi jörð, áður en styrkur er greiddur.
21. gr.
Girðingar um nytjaskóga skulu vera Iöggirðingar. Um meðferð nytja-
skóga skal fara eftir ákvæðum III. kafla laga þessara.
22. gr.
Óheimilt er landeiganda eða ábúanda án samþykkis Skógræktar ríkisins
að leigja eða heimila öðrum afnot af landi, sem ráðstafað hefur verið til
skógræktar með samningi, nema viðkomandi jörð sé leigð til ábúðar
samkvæmt ábúðarlögum nr. 64 31. maí 1976.
Um mat á framkvæmdum, sem ábúandi á leigujörð gerir vegna ræktunar
nytjaskóga, skal fara eftir 16. gr. ábúðarlaga nr. 64 31. maí 1976, en styrkur
samkvæmt þessum kafla skal þó jafnan koma til frádráttar ásamt verðbót-
um.
23. gr.
Við aðilaskipti að réttindum yfir landi, sem hefur verið ráðstafað til
skógræktar með samningi samkvæmt b-lið 20. gr. fyrir kaup, gjöf, skipti,
nauðungarsölu á uppboði, þar með talin útlagning til veðhafa, búskipti,
félags- og sameignaslit og fyrirframgreiðslu arfs, skal Skógrækt ríkisins eiga
forkaupsrétt að landinu eða hluta þess næst á eftir lögboðnum forkaupsrétt-
181