Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 172
Mál nr. 23
Erindi formannafundar búnaðarsambanda um bókhaldsmál.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing beinir því til stjórnar Búnaðarfélags íslands, að kannaðir
verði möguleikar á útvegun fjármagns úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins,
þannig að hægt verði að ráða þrjá til fimm menn til búnaðarsambandanna
sameiginlega, en svæðabundið. Þessir menn myndu skipuleggja og hrinda í
framkvæmd bændabókhaldi á grundvelli þeirrar forvinnu, sem þegar hefur
verið unnin af Búnaðarfélagi íslands.
Mál nr. 24
Erindi um drög að frumvarpi til laga um innflutning dýra.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur fengið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um
innflutning dýra.
Þingið mælir með, að frumvarpsdrögin verði lögð fyrir Alþingi til
staðfestingar. Lagt er til, að gerðar verði á frumvarpinu þær breytingar, sem
koma fram í bréfi Hollustuverndar ríkisins, þann 4. janúar 1989.
Búnaðarþing leggur áherzlu á, að þessi löggjöf tryggir, að áfram verði
gætt fyllsta öryggis við allan innflutning búfjár eins og verið hefur frá því, að
núverandi lög um innflutning búfjár nr. 74/1962 tóku gildi.
GREINA RGERÐ:
Búfjárræktarnefnd hefur yfirfarið drög að frumvarpi til laga um innflutn-
ing dýra, sem landbúnaðarráðuneytið sendi Búnaðarþingi. Einnig fylgdu
með umsagnir eftirtalinna aðila um drögin:
1. Páls Agnars Pálssonar, yfirdýralæknis.
2. Stjórnar landssambands kúabænda.
3. Halldórs Runólfssonar, deildardýralæknis Hollustuverndar ríkisins.
4. Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra.
5. Gunnars Jónssonar, bónda á Egilsstöðum.
Nefndin ræddi við búnaðarmálastjóra, Jónas Jónsson, sem var einn
nefndarmanna, sem samdi frumvarpsdrögin. Einnig var rætt við Pál A.
Pálsson, yfirdýralækni.
Helztu breytingar eru:
Heiti laga breytist úr lög um innflutning búfjár í lög um innflutning dýra.
Með þessum lögum er heimilt að leyfa innflutning fósturvísa auk lifandi
dýra og sæðis.
170